Saga - 1993, Blaðsíða 68
66
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
sterkt á Ítalíu og víða annars staðar. Þótt vissulega væri frelsi tak-
markað og stéttaskipting í föstum skorðum, fengu einstaklingar þar
að njóta sín, stíga fram úr nafnlausum, sviplausum múgnum,2 enda
einkenndist samtíð Machiavellis af ákafri einstaklingshyggju og
grósku í viðskiptum, listum og vísindum.3 Sama ár og Machiavelli
fæddist tók Lorenzo de' Medici, sem síðar var kallaður hinn mikli, il
magnifico, við stjórnartaumum í Flórens. Hann var stuðningsmaður
fornra mennta og nýrra, hugrakkur og úrræðagóður, og blómgaðist
borgin undir stjórn hans. En Lorenzo lést árið 1492, þegar Machiavelli
var tuttugu og þriggja ára gamall. Lentu völdin þá í höndum ungs
sonar hans, Pieros de' Medici, sem þótti ekki sami skörungur. Tveimur
árum síðar urðu Flórensbúar og aðrir ítalir fyrir miklu áfalli: Frakkar
réðust' inn í landið. Karl VIII Frakkakóngur taldi sig eiga tilkall til
valda í konungsríkinu Napólí syðst á skaganum og stikaði með her
sinn suður yfir alla Ítalíu. Piero de' Medici flýtti sér að bjóða
Frakkakóngi alla aðstoð, sem hann gæti veitt, en borgarbúar töldu of
langt gengið og steyptu honum og ætt hans. Næstu ár hafði óbreyttur
svartmunkur frá Ferrara, Savónaróla, mikil áhrif í Flórens. Fór hann
með spádóma og prédikaði gegn siðspillingu sinnar tíðar, og var af
nógu að taka, sérstaklega í sjálfum Páfagarði, en borgarbúar hlustuðu
agndofa á. Að lokum var Alexander VI páfa nóg boðið, og lýsti hann
Savónaróla í bann. Þegar svartmunkurinn siðavandi hélt uppteknum
hætti, hótaði páfi að setja alla Flórensborg í bann, og sáu borgarbúar
þá sitt óvænna. Var Savónaróla fangelsaður og síðan brenndur á aðal-
torgi borgarinnar í maímánuði 1498. Við tók stjórn undir forystu
efnaðra kaupmanna, og var Piero Soderini valinn fánaberi, en það var
æðsta valdastaða borgarinnar.
Þótt Niccolö Machiavelli væri aðeins tæplega þrítugur, er hér var
komið sögu, hafði hann orðið vitni að ferns konar stjórnarfari í borg
sinni, fyrst upplýstu einveldi Lorenzos de' Medici, síðan stjórn dug'
leysingjans Pieros de' Medici, þá klerkaveldi Savónarólas og loks eins
konar lýðstjórn undir forystu kaupmanna. Mánuði eftir aftöku eld-
klerksins var Machiavelli ráðinn embættismaður hinnar nýju
2 Þessu er vel lýst í sögu endurreisnartímabilsins eftir Jakob Burckhardt, The Civild'
ation of the Renaissance in Italy (New American Library, New York 1960), 122. bls.
3 Sbr. Halldór Laxness: „Upphaf mannúðarstefnu" í samnefndu riti (Helgafell
Reykjavík 1965), 7.-30. bls.