Saga - 1993, Blaðsíða 226
224
RITFREGNIR
sem á undan hefur farið, kveikir þá hjá lesanda þann skilning að skáldin hafi
ef til vill verið heiðnum konungi jafn nauðsynleg og prestar eða biskupar
kristnum konungi. Lof skáldsins og vegsömun hefur ekki aðeins varðveitt
orðstír konungsins heldur sjálfsagt ekki síður styrkt hamingju hans - og ekk-
ert var höfðingjanum mikilvægara.
í kaflanum um veraldlega sagnaritun 1120-1400 (bls. 265-419; eftir Sverri
Tómasson og Guðrúnu Nordal) er fjallað um þær lausamálsbókmenntir sem
menn hafa verið einhuga um að virða sem sagnfræðilegs eðlis: Islendingabók,
Sturlungu, biskupasögur og konungasögur, „heimsaldra" og annála. I lok
kaflans er fjallað stuttlega um þýdd sagnarit og „gervisagnfræði" (þ.e.a.s.
þær bókmenntir sem kalla mætti riddarasögur með sögulegan bakgrunn).
Islendingasögur, fornaldarsögur og riddarasögur verður fjallað um í næsta
bindi bókmenntasögunnar.
Kaflinn „Veraldlegar bókmenntir" er skýr og greinargóður og mjög fróð-
legt og skemmtilegt hvernig Sverrir tengir íslenska sagnritun við menningu
þá og lærdóm sem gilti í Evrópu á þessum tíma.
Helst saknar Iesandi þess að Landnámabók skuli ekki fá bókmenntasögulegri
úttekt en aðaláherslan virðist lögð á að rekja textafræðilega samband Land-
námugerða og hvaða félagslegar forsendur liggi að baki ritun slíkrar bókar.
En Landndma má t.d. heita fyrsta þjóðsagnasafn og örnefnasafn íslendinga/
lykill að ættfræði fornri, auk þess að þar er margt rakið sem virðist komið ur
týndum Islendingasögum frekar en vera efni í óskrifaðar sögur, svo sem sag-
an um Snæbjörn galta eða sagan um hina fyrri Fljótshlíðinga, ættfeður Gunn-
ars á Hlíðarenda. Úr þessu verður e.t.v. bætt þegar fjallað verður um fslend-
ingasögur í næsta bindi.
Kafli Guðrúnar Nordal (bls. 309-44) um Sturlungu er vel skrifaður, skýr og
mjög þægilegur aflestrar. Þar er mikið efni dregið saman á ljósan hátt þótt
lengi megi við bæta. Það er vandritað um Sturlungu, hún grípur menn svo
persónulega eða eins og Guðrún orðar það (bls. 311): „... þessi nálægð sem
gerir Iýsingar á hryðjuverkum, bardögum og sorgum svo margbreytilegar og
áhrifaríkar að lesandi Sturlungu fær á tilfinninguna að hann gægist inn 1
ókunnan en þó raunverulegan heim."
Kaflinn „Kristnar trúarbókmenntir í óbundnu máli" (421-80) eftir Sverri
Tómasson er mikill fengur í íslenskri bókmenntasögu. Það kann að vera um
deilanlegt hvort telja á þýddar helgisögur til íslenskra bókmennta (þanmg
hefur þó löngum verið litið á riddarasögur) en það má hins vegar tvímæla
laust eigna helgisögunum mikil áhrif á íslenskar bókmenntir og íslens
tungu og því er hreinn hvalreki að fá skrifað rækilega og af alúð um helg'
sagnahefðina, jafnt um samsetningu helgisagna sem málfar. í stað þess
fordæma vissan stíl sem „klerkamærð" eða „latínuskotið lærdómsmál ger1’'
Sverrir grein fyrir því hvað gæti búið að baki því að stíll helgisagna sveit a
frá því að vera einfaldleikinn sjálfur í orðavali upp í
En áhugamaður um miðaldir, sem flettir hér upp
sem fylgja helgisagnakaflanum, fær enn einu sin... ______— ^
menntirnar virðast ekki ætlaðar nema sérfræðingum, öll helstu tilvitnuc
hinn „háa stíl".
á bókfræðiupplýsingu"1
frumbok-