Saga - 1993, Blaðsíða 100
98
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
að koma fram hefndum."62 Þá horfði Þorsteinn aðgerðalaus á Davíð
Oddsson eflast að völdum í Sjálfstæðisflokknum, þangað til Davíð
steypti Þorsteini loks af formannsstóli á landsfundi 1991. Við hverju
bjóst Þorsteinn? Hélt hann, að Davíð léti sér nægja að vera undirleik-
ari, þegar hann átti þess kost að vera forsöngvari?
Já, heilabrotin gera oss alla að gungum;
á einbeitninnar holla litarhátt
slær sjúkum fölva í hugans kalda húmi;
og framtak vort sem reiðir hátt til höggs
geigar við þessa gát frá réttu horfi
á mis við dáðar nafnið,
lætur Vilhjálmur Shakespeare Hamlet segja.63 Þorsteinn reyndi að
bíða þá Albert og Davíð af sér, en óhyggilegt getur verið að fresta
uppgjöri við hugsanlega andstæðinga eða keppinauta, því að „tíminn
flytur allt með sér, jafnt hið góða sem hið illa og hið illa sem hið
góða".64
4
Furstinn geymir heilræði til væntanlegra foringja um það, hvernig
þeir eigi að öðlast völd og halda þeim. Machiavelli horfir þar á stjórn-
mál frá sjónarmiði furstans, hvíslar „góðum" ráðum í eyru hans, um
leið og hann lítur út úr hallarglugganum niður á torgið. Bók hans er
um það, hvernig furstinn geti séð við öðrum furstum og við þegnum
sínum. En má ekki læra eitthvað af Machiavelli um það, hvernig sú
bók eigi að vera, sem heiti Lýðurinn og geymi heilræði til alþýðu
manna um það, hvernig hún skuli haga málum sínum? Fróðlegt getur
verið að taka sér um stund stöðu niðri á torginu og horfa upp í hallar-
gluggann. Þeir, sem ólíkt Machiavelli hafa ekki áhuga á að kveðja
dyra í höllinni, hljóta að velta því fyrir sér, hvernig lýðurinn geti séð
við furstum sínum, raunverulegum og væntanlegum. Raunar er kenn-
ingin um sáttmála þjóðar og konungs, stjórnarskrárbundið þingræði
og mannréttindaskrár, sem kom fram á seytjándu öld og varð öflug-
62 Furslinn, 3. kafli, 15. bls.
63 Shakespeare: Leikrit, þýð. Helgi Hálfdanarson, III. bindi (Almenna bókafélagið,
Reykjavík 1984), 3,1,82-87.
64 Furstinn, 3. kafli, 17. bls.