Saga - 1993, Blaðsíða 76
74
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
Frakka árið 1494, komst ekki aftur á. Enginn hlýddi hvöt Machiavellis
um að reka útlendinga úr landinu, sem hélt áfram að vera vígvöllur
stórvelda, og færðust átökin heldur í aukana en hitt. Þýskalands-
keisari og Frakkakonungur börðust um forræði og gerðu bandalög á
víxl við smáríki þess. Er alræmt, þegar hermenn Þýskalandskeisara
fóru ránshendi um Róm árið 1527, Sacco di Roma, en páfi, sem nú var
Klemens VII af Medici-ætt, læsti sig inni í kastala nálægt borginni,
Englaborg. Þegar Flórensbúar fréttu af ráni Rómaborgar, risu þeir
upp gegn Medici-ættinni og hröktu hana frá völdum. Machiavelli
fagnaði hinni nýju lýðstjórn og hélt, að hann gæti nú aftur látið að sér
kveða í stjórnmálum. En valdhafarnir töldu hann of hallan undir
Medici-menn og vildu ekkert af honum vita. Nú höfðu örlögin leikið
dálaglega á þann mann, sem skrifað hafði heila bók um það, hvernig
hugrakkir menn og óvílsamir gætu leikið á örlögin: Fyrst var honum
neitað um embætti, vegna þess að Medici-menn grunuðu hann um
samúð með lýðsinnum, síðan höfnuðu lýðsinnar honum, af því að
hann hefði unnið fyrir Medici-ættina! Skömmu eftir þetta, 21. júní
1527, lést Machiavelli.
2
Niccolö Machiavelli hefur hlotið misjöfn eftirmæli. Furstinn var fyrst
prentaður árið 1532, en aldarfjórðungi síðar setti páfi bókina á bann-
lista, Index, ásamt öllum öðrum ritum Machiavellis. Lengi eftir það
var varla um það deilt í Norðurálfunni, að Machiavelli væri hinn
versti maður, og læsu harðstjórar rit hans í laumi til þess að læra véla-
brögð. Voru Machiavelli til dæmis oft kennd vígin á Bartólómeusar-
messu árið 1572 í Frakklandi, þegar konungamóðirin Katrín af Medici
(dóttir þess manns, sem Machiavelli hafði tileinkað Furstann) lét
drepa mótmælendur um landið allt í því skyni að efla vald sona
sinna. I enskum bókmenntum sextándu og seytjándu aldar gegnir
Machiavelli stundum hlutverki sjálfs myrkrahöfðingjans, og lætur
Vilhjálmur Shakespeare Ríkharð hertoga, síðar Englandskonung hinn
þriðja með því nafni, hæla sér af því, að hann gæti nú kennt sjálfum
Machiavelli sitt af hverju, en samkvæmt þjóðsögunni lét Ríkharður