Saga - 1993, Blaðsíða 87
MACHIAVELLI OG LÖGMÁL VALDABARÁTTUNNAR
85
lýstum raunsæissinnum hættir líka til að vanmeta mátt hugsjóna, eins
°g gleggst kemur fram í alkunnum fyrirlitningarorðum Stalíns:
"Hversu margar hersveitir hefur páfinn?" Stalín hafði að vísu rétt fyr-
lr sér um það, að leikslok eru oftast háð beinhörðum staðreyndum
um herstyrk og mátt. Vopnlausir spámenn komast ekki langt, eins og
Hachiavelli benti á.38 Stalín stjórnaði sjálfur heilu heimsveldi í aldar-
fjórðung og lést í hárri elli. Hann var svo sannarlega sigursæll á
mælikvarða heimsins: Hann var ekki ráðinn af dögum eins og helsti
^eppinautur hans um völd, Trotskí, stytti sér ekki aldur í miðjum rúst-
um höfuðborgar sinnar eins og Hitler og tapaði ekki í kosningum eins
°g Churchill. En spurning Stalíns er kaldhæðnisleg í ljósi þess, að páf-
mn situr enn í Róm, þrátt fyrir það að hann hafi ekki neinar hersveit-
lr' en sköpunarverk Stalíns sjálfs, sameignarskipulagið í Rússlandi og
gfannríkjum þess, er fallið um sjálft sig, ekki með gný, heldur snökti.
Hér hefur verið rætt um tvö afbrigði machiavellisma í stjórnmálum,
hugmyndina um Staatsrason og kröfuna um Realpolitik. En dæmið af
Stalín leiðir í ljós staðreynd, sem kann við fyrstu sýn að styðja
machiavellisma: Óvíst er, að harðstjórar og illmenni hljóti ætíð mak-
'eg málagjöld. Hitler stytti sér aldur í miðjum rústum höfuðborgar
Slnnar, en Stalín lést á sóttarsæng. Getur verið, að stundum borgi sig
að vera ranglátur? Machiavelli svaraði játandi og dró þá ályktun án
þess að blikna eða blána, að furstinn yrði stundum að vera ranglátur.
^ann aðhylltist sama siðferði og þeir Kallíkles í Gorgíasi og Þrasý-
niakkos í Ríkinu: Menn eiga að gera það, sem borgar sig fyrir þá,
hvort sem það er réttlátt eða ranglátt. Veraldleg velgengni er eini
raunverulegi mælikvarði á breytni. í Ríkhm reyndi Platón að leiða rök
að því, að í raun og veru borgaði sig alltaf fyrir menn að vera réttláta,
ÞVl að ranglátir menn lifðu ekki lífi, sem væri þess vert að lifa því.
Callinn á þeim rökum er, að þau sannfæra enga væntanlega harð-
stjóra og veita fórnarlömbum þeirra litla huggun. Lítum þess vegna
aftur á dæmið af Stalín. Hann lést í hárri elli eftir að hafa haldið völd-
Urn í aldarfjórðung. En slapp hann við makleg málagjöld? Það er
°Vlst. I Hávamálum segir, að fé deyi og frændur og maðurinn sjálfur,
en eitt lifi, og það sé sá orðstír, sem góður maður geti sér. Hvers kon-
** ^llrsl>nn, 30. bls. Þess má geta, að Isaac Deutscher nefndi 2. bindi ævisögu Trotskís
e>nmitt The Prophet Uimrmed (Oxford University Press, 1959), og er skírskotunin til
Hachiavellis augljós.