Saga - 1993, Blaðsíða 259
RITFREGNIR
257
skrifa er vildi. Þetta bréf átti Jesús að hafa skrifað með sinni eiginn
hendi ofan á jörðina. ...I þessu bréfi voru góðverkin nákvæmlega boð-
in og náungans kærleiki og helgidagahald, þar í var það guðs orði
samhljóða. En um síðir leggur hann þess háttar ályktan á, að hvor
sem þetta bréf beri á sér, sá skuli hvorki verða fyrir vinda, elds né
vatna grandi.
Eitt af fáum skiptum sem MVS hefur notað handrit er ritgerð Björns á Skarðsá
um rúnakonstina: „Nokkuð lítið samtak um rúnir", sem eru skýringar á
Brynhildarljóðum í Völsungn sögu. Ekki virðist þar hafa verið notuð ritgerð,
sem ég skrifaði í 6. bindi Griplu, þar sem m.a. komu fram ástæður fyrir því að
ritgerð Björns var samin. MVS hafði vitneskju um öll kunn handrit ritgerð-
arinnar, en í stað þess að velja handrit frá 17. öld, eitthvert elsta handrit rits-
ins, voru valin handrit frá 18., sem þessu tilviki virðast hafa verið notuð
brúkleg handrit, en fræðimennskan er ekki góð.
I „Samantektir um skilning á Eddu" eftir Jón lærða er á tveimur stöðum
vísað (bls. 90 og 100) án þess að traustrar heimildarýni sé gætt, en vitnað er í
klausuna um Sæmundar-Eddu, sem hljóðar svo:
Þó tók til samans, nokkuð lítið, úr þeim fornu æsabókum að skrifa sá
skríbent Snorri Sturluson... þar af fengu sumir meira en sumir minna.
Því eru svo misjafnar Eddur víðar, en Sæmundar Edda hins fróða
þykkir mönnum fyllst og fróðust vera; hann var og fyrri.
Þetta er ein elsta heimildin um að Sæmundur fróði hafi tínt saman Eddu, Sæ-
mundnr-Eddu, og eru þær hugmyndir raktar í fyrrnefndri grein minni í Griplu
6. Niðurstaða MVS er, að þarna sé að líkindum átt „við glötuð rúnarit." Eins
og kom fram í tilvitnuninni voru þessar „æsabækur" þar taldar vera heim-
'•dir að Eddunum. Um Eddukvæðin er það að segja að fræðimenn hafa frá
tímum Arna Magnússonar verið þeirrar skoðunar að Sæmundur fróði hafi
ekki komið nálægt þeim á neinn hátt. Verið er að tala um bækur, sem sagðar
eru heimildir að Eddunum og ekki eru rök til neins annars en séu hugar-
burður manna á 17. öld, en hér eru þær sönnun fyrir rúnaritum að því að
mér skilst úr heiðni. Þessar „æsabækur" eru ærið loftkenndar og verður að
telja þessa heimildarýni óhæfu af háskólakennara. Með sama rétti, og jafnvel
uúklu meiri, ætti þá að vera hægt, eins og menn gerðu á 17. öld, að telja Sæ-
fuund fróða höfund Njrílu, og þar með væri sú mikla gáta ráðin. Samantektir
eru víðar notaðar og má einkum nefna skýringuna 43. galdur og þar er mjög
vitnað í upphaf þeirra, en MVS virðist ekki gera sér ljóst, að sumt er þar
komið úr lengdum formála Wormsbókar Snorra-Eddu. Af þeim sökum verð-
Ur ýmislegt í lausu lofti sem þar er sagt, þótt sums staðar sé hann á réttri leið.
Af þessu sem að ofan var rakið er ljóst að heimildarýni er ábótavant og
virðist höfundur ekki skilja nauðsyn þess að leita til frumheimilda og hefur
áður verið að því vikið og undarlegri notkun þeirra. Má þar sem dæmi nefna
Þegar í skýringunum við 22. galdur er farið að blanda heittrúarmanninum
korsteini Péturssyni á 18. öld við galdra 17. aldar, en samtímamenn Þorsteins
voru mun andstæðari spilum og alls konar leikjum en menn á fyrri öld.
17~Saga