Saga - 1993, Blaðsíða 20
18
GUÐMUNDUR HÁLFDANARSON
var tæplega þjóðhættulegur í sjálfu sér, enda var þýfið sjaldan um-
talsvert að magni eða gæðum. En í raun er tilgangslaust að leita skýr-
inga á hegðun yfirvaldsins í glæpnum sjálfum. Hættan stafaði fremur
af því hve útbreidd lagabrotin voru og hefur sýslumaður sjálfsagt
talið að víðtækt virðingarleysi fyrir einum þætti laganna stefndi allri
löghlýðni íbúanna í hættu. En hvatinn að baki aðgerðum sýslumanns-
ins lá þó dýpra, vil ég halda fram, því að í raun virtist hegðun Ey-
fellinga alls ekki stafa af virðingarleysi fyrir reglum, þó svo þeir færu
ekki alltaf að settum lögum. í yfirheyrslum héldu eyfellsku bænd-
urnir ákveðið fram að í sveitinni væru sannarlega viðurkennd lögmál
í sambandi við eignarhald á reka - þó að þeir væru reyndar ekki alltaf
fyllilega sammála um hvernig þessar reglur væru. Kort Hjörleifsson
bóndi í Berjaneskoti orðaði þetta svo, í endursögn dómsskjala, að
það sé regla, að hver leiguliði hirði það, sem hann finnur, en
þegar trén eru stærri eða fleiri koma undir eins, þá eru það
jarðeigendurnir sem fá trén og er þeim þá skipt eptir jarðar-
megni. Jarðeigendurnir fá aðeins þau tré sem eru 6 álnir eða
stærri og þeim sé vel flettandi, en ef trén eru minni eða lakari
þá fá leiguliðarnir þau og fær það sá, sem finnur tréð, ef hann
tekur það upp og hirðir það, en ef hann ekki getur flutt það
heim, þá fær það sá, sem tekur tréð. ... Hann segir, að ef ein-
hver af leiguliðunum finnur tré og tekur það þá láti hann hina
leiguliðana í hverfinu vita.29
Regla Korts Hjörleifssonar stangaðist greinilega á við ábúðarlögin,
þar sem hún veitti leiguliðum mun meiri rétt en þeir höfðu sam-
kvæmt ríkjandi lögum.30 Það sem verra var, í sambúðarreglum Ey-
fellinga var lítið tillit tekið til landamerkja og þar með var bæði hinn
heilagi eignarréttur fótum troðinn án blygðunar og þau landamæri
sem aðskildu yfirráðasvæði heimilanna svívirt. Bóndinn á Ystabæli
bar til dæmis, að ef eitthvað fiskkyns ræki á fjörur hæfist kapphlaup,
29 ÞÍ, SkSS, Rang., V.17.17. nóv. 1890.
30 Svipuð túlkun virðist hafa verið algeng á Islandi ef marka má ummæli Árna Thor-
steinssonar á þingi 1883, en samkvæmt þröngri túlkun laganna áttu rekaeigendur
allan reka sem skipti máli, þó svo að lögin krefðust þess að leiguliðar legðu á sig
umtalsvert erfiði við að verja rekann. I raun þurfti túlkun laganna ekki að vefjast
fyrir mönnum, eins og Ásgeir Einarsson benti á í sömu umræðum, með álnarkefl-
um var átt við álnarlangar spýtur og ekkert annað. Sjá Alþingistidindi (1883), A-
deild, d. 222-223 og 235-236.