Saga - 1993, Blaðsíða 13
KEMUR SÝSLUMANNI [ÞAÐ| NOKKUÐ ...?"
11
II
í tilraun sinni til að skilgreina ríkið lagði þýski félagsfræðingurinn
Max Weber megináherslu á staðsetningu valdsins og valdbeitingu í
samfélaginu. Nútímaríkið „er mannlegt samfélag", sagði hann í ræðu
sem hann flutti við Miinchenarháskóla árið 1918 „sem tekst að við-
halda kröfum um einokun á löggiltri valdbeitingu innan tiltekins
landsvæðis."10 Það sem aðgreindi ríki samtímans frá fyrirrennurum
sínum var einmitt þessi einokun valdsins og sú staðreynd að í nú-
tímaríkinu hafa engar stofnanir eða einstaklingar rétt til að beita lík-
amlegu valdi nema það sé gert í umboði ríkisins, og þá er slík vald-
beiting að öllu jöfnu í höndum embættismanna þess. Þar að auki,
sagði hann annars staðar, er valdsvið nútímaríkisins mun víðtækara
en gerðist í hefðbundnum samfélögum fyrri tíma, þar sem það hefur
„bindandi myndugleika, ekki einungis yfir öllum þegnum ríkisins ...
heldur einnig yfir flestum aðgerðum sem eiga sér stað innan þess
landsvæðis sem ríkið nær til."* 11 í anda Webers hafa félagsfræðingar
því lagt áherslu á fjóra þætti sem almennt einkenna uppbyggingu og
hlutverk nútímaríkisins, þ.e.a.s. ríkið er (1) kerfi aðgreindra stofnana
og starfsmanna, (2) það er miðstýrt á þann hátt að pólitísk sambönd
eiga uppruna sinn í miðju ríkisins, (3) það nær til landfræðilega af-
markaðs svæðis, innan hvers (4) það hefur einokunarrétt á setningu
bindandi reglna, sem er síðan studdur með einokun á valdbeitingu
innan þess svæðis sem ríkið nær yfir.12
Nú má deila um hversu mikla þýðingu skilgreining Webers hefur
fyrir sagnfræðinga, þar sem hún var fyrst og fremst lýsing á ríkinu
sem ídealtýpu, þ.e. sem eins konar takmarki sem þróunin stefndi að,
frekar en útlistun á skipulagi raunverulegra ríkja. Þar að auki var skil-
greiningin eingöngu miðuð við nútímann, af því að - svo aftur sé
10 Max Weber, „Politik als Beruf." Hér er stuðst við enska þýðingu fyrirlestrarins
sem birtist í H.H. Gerth og C. Wright Mills, ritstj., From Max Weber. Essays in
Sociology (London: Routledge and Kegan Paul, 1948), bls. 78.
11 Max Weber, Wirlschaft und Cesellschaft. Hér er stuðst við enska þýðingu verksins,
Econoiny and Sociely (Berkeley: University of California Press, 1978), 1. bd., bls. 54-
56. Sbr. Anthony Giddens, The Nation-Stale and Violence (Cambridge: Polity Press,
1985), bls. 18-20.
12 Michael Mann, „The Autonomous Power of the State: Its Origins, Mechanisms
and Results," í John A. Hall, ritstj., States in History (Oxford: Basil Blackwell, 1986),
bls. 112.