Saga - 1993, Blaðsíða 96
94
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
Webers um forystumenn hefði ekki svipað skýringargildi og kenning
Machiavellis.56 Er lýðhylli Davíðs Oddssonar til marks um náðarvald
í skilningi Webers eða vel heppnaðan machiavellisma? Eitt er annað
að athuga við greiningu Stefáns. Hann rekur niðurstöður úr ýmsum
nýlegum könnunum beint til stjórnmálahæfileika þeirra manna, sem
fólk gat aðspurt helst hugsað sér í forsætisráðherrastólinn. En hverju
var fólk í raun og veru að svara? Mál liggja misjafnlega fyrir á ólíkum
tímum. Vorið 1991 var Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra í
vinstri stjórn. Hann hafði þegar af þeirri ástæðu nokkurt forskot. Við
það bættist síðan, að formaður Framsóknarflokks er venjulega forsæt-
isráðherra í vinstri stjórn. Þess vegna hafa margir stuðningsmenn
annarra vinstri flokka en Framsóknarflokks áreiðanlega nefnt Stein-
grím sem forsætisráðherraefni, — ekki vegna þess að þeir væru sér-
staklega hrifnir af honum, heldur vegna þess að þeir vildu vinstri
stjórn. Óvarlegt er því að hafa fylgi Steingríms í könnunum beint til
marks um vinsældir hans eða sérstaka stjórnmálahæfileika, þótt eng-
inn vafi sé á því, að hann var vinsæll, þegar Stefán birti grein sína. Að
vísu má benda á það, að Steingrímur kann að hafa leikið af sér í kosn-
ingabaráttunni síðar sama ár, 1991, er hann kvað kosningarnar snúast
um aðild að Evrópubandalaginu og reyndi í því sambandi að gera Al-
þýðuflokkinn tortryggilegan. Með því hefur hann vafalaust aflað sér
tímabundins stuðnings, en um leið hrinti hann Alþýðuflokknum frá
sér með þeim afleiðingum, að Alþýðuflokkurinn gekk eftir kosningar
til samstarfs við sjálfstæðismenn og Steingrímur missti forsætisráð-
herradóminn. Hér var Steingrímur ekki nægilegur refur.
Enn fremur ber að benda á það, að vorið 1991 gegndi öðru máli urn
Davíð Oddsson en flokksformennina Steingrím Hermannsson, Þor-
stein Pálsson, Jón B. Hannibalsson og Ólaf R. Grímsson. Forsætisráð-
herraefni Sjálfstæðisflokks var þá eðli málsins samkvæmt formaður
hans, enda er val um forsætisráðherra á íslandi langoftast val um for-
menn tveggja stærstu flokkanna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar-
flokks.57 Á hinn bóginn var Davíð Oddsson þá borgarstjóri í Reykja-
56 Max Weber: „Starf stjómmálamannsins" í Mennt og mælli (Hið íslenska bókmennta-
félag, Reykjavík 1973), 119.-203. bls.
57 Vitanlega eru til undantekningar, til dæmis ríkisstjómir Stefáns Jóhanns Stefáns-
sonar 1947-49 og Steingríms Steinþórssonar 1950-53, en báðar vom þær stjórnir
undir forsæti annarra manna en formanna stærstu flokkanna tveggja vegna þess,
að hvorugur formaðurinn, Hermann Jónasson eða Ólafur Thors, gat þá unnt