Saga - 1993, Blaðsíða 257
RITFREGNIR
255
talar hann um Fjandafælu og telur átta óguðlegar kenningar af djöfullegum
uppruna og tætir niður af miklum sannfæringarkrafti og lærdómi. Hér nefnir
prófastur Jón lærða víða á nafn, en það er hvergi gert þar sem talað er um
galdrakverin og væri það allskrýtið, ef prófastur teldi Jón lærða vera höfund
eða öllu hendur skrifara galdrakveranna.
A bls. 19 hjá MVS eru tvær tilvitnanir í Hugrás og eru þær villandi, því að
svo er eðlilegast að skilja, að þar sé vitnað í skrif um galdrakverin, en það er
ekki. Þessar tilvitnanir eru í villukenningarnar í Fjandafælu og koma galdra-
kverunum því ekkert við.
MVS dregur með öðrum orðum upp alranga mynd af Hugrás og lesandi
fær villandi og gauðrangar hugmyndir um hana. MVS telur að Hugrás sé
„undirstaða að íslenskri djöflafræði" (bls. 18), en ekki er sagt hvar áhrif eru
sjáanlpg frá henni. Til Hugrásar er vitnað víðar í ritinu (t.d. bls. 94, 115, 299,
309, 342, 358 og 417). Af þessum stöðum sé ég ástæðu til að nefna tilvitnunina
á bls. 299, en þar er skýring á 11. galdri. Þar eru torskilin orð, sem Lindqvist
skýrði í útgáfu sinni en eru óskýrð hjá MVS. Síðan er birtur kafli úr Hugrás,
en undirfyrirsögn hans er í handriti „um krókóttan gáng höggormsins" (Lbs.
494, 8vo, bl. 14r), merkileg viska vitaskuld, en mér finnst hún ekki vera á
neinn hátt skýring á þessum galdri. Til útskýringar á 16. galdri er einnig lang-
ur kafli úr Hugrás og þar er ekki aðeins tekinn upp textinn heldur einnig skýr-
■ngar eftir Sigurði Skúlasyni en án þess að heimilda sé getið. Þessi kafli úr
Hugrás kallast: „Um galdrastafina sjálfa, vanskilin orð, og guðs orð þar við
saman blönduð." (Lbs. 494, 8vo, 42r.) Hann hefði að mínum dómi átt betur
heima annars staðar í þessu riti, en sem skýring á þessum tiltekna galdri.
Einnig er til skýringar á 24. galdri vitnað í Hugrás vegna Davíðssáhnn.
I þessum kafla, „Menn og bækur", er í framhaldi af því sem hér var rakið,
rætt um viðhorf til galdra og vitnað í svar Ara í Ögri við Hugrás, en á svipað-
an máta er með það rit farið, því að vel hefði mátt geta, að þar sagði Ari, að
Guðbrandur Hólabiskup hefði sagt mönnum „ að vera ekki sá fyrsti er hend-
ur á þá [þ.e. galdramenn] legði". (JS 606, 4to, 136r.) Hér er töluvert vitnað í
Jón laerða, en vart hefði farið illa á því að birta þessa klausu í riti hans „Um
®ttir og slekti." (Safn til sögu íslands III, bls. 704):
Þann tíma var fríkennd, eins með galdraíþrótt sem sverð, utan að
drepa með galdri eða gera skaða; það var forboðið og kallaðist for-
dæða meiri og minni, sem lögbók vottar, en að reyna sig var frí; sá
hafði prísinn, sem mest hafði Iært.
1 þessu held ég að birtist viðhorfsbreyting, sem varð með siðaskiptunum, en
þá var ýmislegt bannað sem áður hafði verið leyfilegt, enda talar Jón um páp-
'sku og galdra t.d. í sambandi við Pétursbuddur, sem áður þótti rétt að nota
(sjá Jón Arnason: Þjóðs. I, 631.)
I þriðja parti þessa kafla eru undarlegar fullyrðingar og verða nú nefndar
n°kkrar: „var markviss barátta háð gegn þekkingu sem ekki var af guðfræði-
'egum toga." Þetta er merkilegt í ljósi þess, að Guðbrandur Hólabiskup lét
Prenta Jðnsbók, lögbók íslendinga, sex árum á undan biblíunni og hefur hann
Pyí varla barist stíft gegn þekkingu á þeim efnum. Efri málsgreinin milli
8reinaskila á bls. 31 er furðulegur samsetningur og finnst mér meginhugsun-