Saga - 1993, Blaðsíða 88
86
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
ar orðstír gat Stalín sér? Hver verður sess hans í sögunni? Þeir, sem
sleppa undan dómi í lifanda lífi, eru oftast dæmdir síðar meir, ef - og
það er stórt ef - sagnfræðingar sinna þeirri skyldu að segja sannleik-
ann tæpitungulaust, kalla morðingja morðingja og illvirki illvirki, en
afsaka menn ekki með því, hversu háu embætti þeir hafi gegnt eða
hversu miklum árangri þeir hafi náð á veraldarvísu. Sagnfræðingar
og aðrir menntamenn verða þá að hætta að lofsyngja valdið. Þótt
valdsmanna sé ríkið og mátturinn, þarf þeirra ekki að vera dýrðin.
Hér er komið að kjarna málsins. Sagan er hinn mikli dómari, sem á
að sjá um, að menn fái makleg málagjöld. Engin refsing er þyngi en
sú að geta sér illt orð eftir andlátið, hversu Ijúft sem lífið sjálft hefur
verið mönnum. í þessu sambandi má vitna í fræg orð Actons lávarðar
í bréfi til sagnfræðings, sem hann hafði sakað um linkind við valds-
menn fyrri alda:39
Ég get ekki tekið undir þá forsendu yðar, að leggja skuli annan
mælikvarða á páfa og konunga en venjulegt fólk og búast helst
við því, að þeir hafi ekkert illt gert. Eigi menn að gefa sér eitt-
hvað, þá ættu þeir frekar að gera meiri kröfur til valdhafa og
því meiri sem vald þeirra er meira. Sagan verður að draga þá
menn til ábyrgðar, sem lögin ná ekki til. Allt vald hefur til-
hneigingu til að spilla valdsmönnunum, og gerræðisvald ger-
spillir þeim. Stórmenni eru oftast illmenni, jafnvel þau njóta
áhrifa í stað valda; þetta á enn frekar við, þegar við bætist til-
hneiging valdsins til að spilla. Ekki er til nein hjátrú verri en
sú, að maður helgist af embætti sínu.
Sagnfræðingar eiga að draga verk liðinna valdsmanna fram í dags-
ljósið, kalla hlutina réttum nöfnum, hlífa mönnum hvergi, hversu há-
um embættum sem þeir hafa gegnt. Þegar Hitler var eitt sinn spurð-
ur, hvort hann hefði ekki áhyggjur af dómi sögunnar um sig, á hann
að hafa svarað: Hver man eftir Armenum? Sagnfræðingar eiga ein-
mitt að tryggja, að fólk muni eftir Armenum, Kúrdum, Krím-Tötur-
um og öðrum smáþjóðum, sem voldugir grannar hafa leikið grátt.
Það er beinlínis hlutverk þeirra að segja söguna, svo að menn hljóti
þann orðstír, sem þeir eiga skilið. Að vísu má benda á það í því sam-
39 Acton lávarður/Creighton biskup 5. aprfl 1887, birt í Selected Writitigs of Lord
Acton, II. bindi (Liberty Classics, Indianapolis 1985), 383. bls.