Saga - 1993, Blaðsíða 240
238
RITFREGNIR
matreiða allt með orðum. „Við sem nú lifum eigum á margan hátt erfitt með
að átta okkur á lífi og hugsunarhætti þeirra er lifðu í gamla sveitasamfélag-
inu" (bls. 9). Fleiri dæmi um óþarfa orðagjálfur má finna í texta Símonar: „Já,
nú var heldur betur að verða breyting á henni Reykjavík" (bls. 33). „Sé þjóð-
félagsstaða íslenskra kvenna skoðuð á því tímabili sem hér um ræðir kemur
eins og vænta mátti ýmislegt í ljós" (bls. 37).
Skrif Símonar eru oft fremur markmiðslaus. Dæmi má nefna úr kaflanum
um tísku (bls. 31-7). Töluvert vantar á að gefið sé yfirlit yfir helstu stefnur og
strauma tímabilsins. Hætt er að fjalla um tískuna eftir árið 1919 (bls. 37) og
sagt að ekki gefist tóm til að fjalla meira um hana enda sé þar af meira en
nógu að taka! Spyrja má hvað veldur því að höfundur fjallar um tímabilið
1850-1920 í þessu samhengi?
Sem dæmi um illa skrifaða kafla má nefna „Gjafvaxta og göfugar heima-
sætur" (bls. 62-72) og „Sértu að hugsa um mig hafðu mig þá" (bls. 72-8). Öll
frásögnin í þessum köflum er fremur tímalaus og erfitt að átta sig á hvað
ræður efnisvali. Sá siður að kyssast virðist þó vera eitt af viðfangsefnunum,
en hvorki er að finna neitt upphaf né samhengi í þeirri kossasögu allri.
„Sveitaböllin áður fyrr" eru nefnd og vitnað er í gamla vísu úr Eyjafirði. Böll
voru haldin á einhverjum þeim bæjum er hentugir voru en „þegar frá leið"
voru reist lítil samkomuhús.
„Gestakomur voru kærkomin tilbreyting og stundum kom ungt fólk sam-
an". A eftir tilvitnun um grímudansleik í Reykjavík frá árinu 1902 segir:
„Svona gat nú rómantíkin verið í gamla daga" (bls. 69). Og það var einnig
rómantískt að ganga rúntinn, en ekki nefnt hvenær sá siður fer að tíðkast. Þá
er aftur horfið til miðbiks 19. aldar, en hvert? Til Reykjavíkur eða í sveitina?
(bls. 73). „Framan af tíðkuðust formleg bónorð" (bls. 75) en þau urðu „smám
saman einkamál" (bls. 75). Sagt er að margar lýsingar séu til af brúðkaups-
veislum en ekki sé ráðrúm að gera þeim viðhlítandi skil (bls. 76). Þess í stað
er birt í beinni tilvitnun lýsing af brúðkaupi, og þess ekki getið hvenær það
var haldið né hvar. Kaflinn endar síðan á klisjunni: „Tímarnir breytast og
mennirnir með".
Meðferð heimilda er í mörgu ábótavant. Símon vísar ekki alltaf til frum-
heimilda og tekur á stundum upp beinar heimildir úr öðrum ritum en þeim
upprunalegu (bls. 14-15, 55, 57). Þá fer hann frjálslega með heimildir. Hann
gefur til dæmis Iýsingu á dæmigerðu alþýðuheimili í kaupstað um 1930 (bls.
14-15), án þess að geta hvaðan upplýsingar eru fengnar og við vitum ekki
heldur hvar á landinu þetta dæmigerða heimili var. Og um heimilisfólkið
segir: „Fjölskyldan okkar er ánægð með hlutskipti sitt og unir vel hag sin-
um" (bls. 15).
Beinar tilvitnanir eru ofnotaðar og of lítið túlkaðar. (Sjá til dæmis bls.
10-12, 77, 78-85, 89-90, 103-5, 117-18). Nota má beina tilvitnun eins og
mynd og höfða þannig til tíðaranda og færa lesandann nær aldanna nið. En
það er ekki hið sama og að Iáta tilvitnun vera málpípu höfundar.
Lýsingar erlendra ferðamanna eru ofnotaðar, meira að segja eru beinar til-
vitnanir tvínotaðar (bls. 38 og 103) rétt eins og engin samvinna hafi verið a
milli höfunda verksins, eða þá að vantað hafi gjörsamlega að ritstýra verk-