Saga - 1993, Blaðsíða 188
186
GUÐMUNDUR HALFDANARSON
tekt á sögu tímabilsins. Höfundur uppfyllir býsna vel þetta markmið
sögunnar, en við lestur hennar lýkst smám saman upp fyrir lesandan-
um bæði grundvöllur skoðana stjórnmálamannsins og áhrif hans á
pólitík tímabilsins. Helsti styrkur Jónasar var greinilega sá að honum
tókst öðrum fremur að skilgreina og marka hina pólitísku orðræðu á
Islandi. Formleg völd hans voru lítil þar til hann tók sæti í ríkisstjórn
Tryggva Þórhallssonar, en á einhvern óskiljanlegan hátt krafðist ósvífni
hans svara og við stingandi ummælum hans umhverfðust jafnvel hin-
ir stilltustu andstæðingar. Sem dæmi má nefna að Jón Þorláksson,
sem sat þegjandi með óflutta ræðu sína eftir að Asgeir Asgeirsson til-
kynnti þingrofið árið 1931, sleppti sér þegar honum lenti saman við
Jónas (sbr. Með sverðið íanrnrri hendi, bls. 281-2). Vald Jónasar í þessu
efni fólst ekki fyrst og fremst í því sem hann sagði, heldur frekar í því
að menn tóku orð hans alvarlega og reyndu að verjast þeim. A þenn-
an hátt dró Jónas andstæðingana inn á sitt umræðusvið, þar sem
hann setti reglurnar, og í slíku einvígi gátu fáir varist Jónasi með
sverðin sjö.
Stærsta framlag ævisögu Jónasar frá Hriflu er þó kannski að hún
gerir okkur kleift að setja Jónas inn í hugmyndafræðilegt samhengi
sitt. Guðjón fellur ekki í þá gryfju að trúa goðsögum framsóknar-
manna og stimplar því Jónas hvorki sem dýrling né djöful. Þess í stað
birtist hann sem maður með frumlegar og óvenju róttækar skoðanir
um framtíð íslensks þjóðfélags. Hugmynd hans var að byggja nýtt
ísland, nema landið á ný líkt og landnemar höfðu hrifsað Ameríku úr
greipum frumbyggja. Til þess að tryggja búsetu sína urðu hinir nýju
landsetar að uppræta þá byggð sem fyrir var - framsóknarmenn urðu,
að hans mati, að útrýma „þeim andlega blökkumannalýð sem fær
uppeldi sitt af því að liggja í launsátri og reyna að spilla hverri ný-
ræktun á sviði félagsmálanna" (Með sverðið í annarri hendi, bls. 251)-
Fjandmenn Jónasar var öll yfirstétt Islands, ný og gömul: stórbændur,
kaupmenn, embættismenn og útgerðarmenn. Baráttuaðferðir hans
voru óhefðbundnar, en stórtækar; honum dugði ekkert minna en að
endurmennta þjóðina alla, af því að nýtt ísland varð að byggja á nýj-
um Islendingum. Lífsskoðun Jónasar var „draumsýn ... um fegurra
mannlíf", segir Guðjón (Dómsmálaraðherrann, bls. 279), þar sem
menntuninni var ætlað að efla samvinnu manna og draga úr sam-
keppni. Fögur list var mikilvægur þáttur í alþýðuskólum, skrifaði
Jónas t.d. árið 1911, af því að „andi hennar leitar inn í hugskotin,