Saga - 1993, Blaðsíða 70
68
HANNES HOLMSTEINN GISSURARSON
lega ákvörðunum sínum og stofna þannig til óþarfrar óvissu.6
Machiavelli kunni ekki heldur að meta Loðvík XII Frakkakonung, eft-
irmann Karls VIII. Hitti hann Loðvík margoft í erindum borgar sinn-
ar.
Machiavelli þótti mest koma til eins viðmælanda síns, Cesares Bor-
gias, hertoga af Valentínó og sonar Alexanders VI páfa. Hefur Machia-
velli líklega gert sér vonir um, að páfasonur gæti stofnað sterkt ríki á
Ítalíu og hrakið þaðan útlenda heri. Cesare Borgia var maður hávax-
inn og höfðinglegur, rammur að afli, einbeittur og grimmur, vel til
forystu fallinn og minnir um margt á Sturlu Sighvatsson. Var helsta
áhugamál páfa að útvega syni sínum ríki á Ítalíuskaga. Hið frjósama
Romagnahérað varð fyrir valinu, en sá hængur var á, að Cesare
Borgia taldi sér stafa hætta af rómversku aðalsættunum Orsini og
Colonna. Sundraði hann fyrst liði Colonna-ættarinnar með ýmsum
ráðum, en mælti síðan fögrum orðum til vináttu við foringja Orsini-
flokksins og gaf þeim dýrar gjafir. Bauð hann þeim til sáttafundar í
smábænum Sinigaglia. Eftir að hann hafði lokkað þá alla með sér inn í
leyniherbergi í vistarverum sínum, lét hann taka þá höndum og hvarf
sjálfur á braut. Síðan voru þeir kyrktir. Machiavelli var ekki viðstadd-
ur sjálfar aftökurnar, en hann hitti Cesare Borgia skömmu síðar og
skrifaði eftir honum nákvæma lýsingu.7 Dáðist Machiavelli að hertog-
anum fyrir þetta ódæðisverk: Hér var greinilega engin kveif á ferð,
heldur maður, sem gekk hiklaust á milli bols og höfuðs á hugsan-
legum óvinum. Hann sýndi af sér dug, karlmennsku, manndóm.
Annað verk er á afrekaskrá páfasonar í Furstanum. Landstjóri Cesares
Borgias í Romagna var duglegur maður, en grimmur. Tókst honum
að koma á röð og reglu í héraðinu, en aflaði sér talsverðra óvinsælda.
Hertoginn lét þess vegna handtaka hann og drepa við fögnuð lýðsins.
Með því sló hann þrjár flugur í einu höggi, eins og Machiavelli bendir
á með velþóknun: Romagnahérað var friðað; óhjákvæmilegar óvin-
sældir af því lentu á landstjóranum, en Cesare Borgia gat sér síðan
gott orð fyrir aftöku hans; og komið var í veg fyrir, að landstjórinn
yrði of valdamikill.
Laust eftir aldamótin 1500 hafði hertoginn af Valentínó stofnað nýtt
6 Furstitm, 23. kafli, 109. bls.
7 „Viðauki I" í Furslanum, 168.-173. bls.