Saga - 1993, Blaðsíða 11
„KEMUR SÝSLUMANNI [ÞAÐ] NOKKUÐ ...?
9
Rangárvallasýslu, „og hefði ráðagjörð þeirra verið sú, að ríða í hóp að
Þorvaldseyri og með ofríki reyna til að fá dómarann til að sleppa
þeim er voru í gæsluvarðhaldi og jafnvel leggja eld í hús Aðför
Eyfellinga að sýslumanni var afstýrt á síðustu stundu fyrir milligöngu
prófastsins í Holti og á endanum hafði dómsvaldið sitt í gegn og
dómari dæmdi hina seku til refsinga sem honum fundust við hæfi.7 8
Málaferlin undir Eyjafjöllum höfðu í sjálfu sér ekki mikil áhrif á
gang Islandssögunnar, þar sem hin löggilta réttvísi hafði að lokum yf-
irhöndina í baráttunni við uppreisnargjarna kotbændur. Sagan er þó
vissulega áhugaverð, jafnvel reyfarakennd, enda hafa Islendingar
ekki oft storkað yfirvöldum sínum með hótunum um ofbeldi. En það
er ekki vegna frásagnargildis sögunnar sem ég rifja hana upp hér,
heldur sökum þess að í samskiptum bændanna og sýslumannsins
kemur fram athyglisverð togstreita um framtíð og uppbyggingu ís-
lensks ríkisvalds. Gengur þetta dæmi þvert á hefðbundin sjónarhorn í
íslenskri stjórnmálasögu, þar sem aðaláherslan er yfirleitt lögð á bar-
áttu sameinaðrar sjálfstæðishreyfingar íslendinga, en minna lagt upp
úr innbyrðis átökum landsmanna sjálfra. En þó að þátttakendur í
stjórnmálabaráttu 19. aldar hafi sjálfir haft þá skoðun að meginlínur
átaka væru á milli íslenskrar þjóðar og erlendra stjórnvalda, tengdust
þau vandamál sem kljáðst var um í stjórnmálunum allt eins ólíkum
skoðunum um uppbyggingu og réttlætingu valds í íslensku þjóðfél-
agi.
Grundvöllur þessarar togstreitu var ekki séríslenskur, þó íslenskar
aðstæður mótuðu það hvernig hún birtist hverju sinni. A 19. öld og á
fyrri hluta þeirrar 20. urðu miklar breytingar á samskiptum ríkisvalds
og þegna í Evrópu, en þær stöfuðu bæði af breyttum viðhorfum til
löggildingar valdsins í ríkjunum - sem kom m.a. fram í lýðræðisþró-
un og hruni einveldis í álfunni - og af auknum möguleikum ríkisins
7 ÞI, SkSS, Rang., V.17. Dóma- og þingbók Rangárvallasýslu, 4. maí 1891.
8 Sbr. ÞÍ, SkSS, Rang., V.18., Dóma- og þingbók Rangárvallasýslu 1891-1893, 27.
sept. 1892, og V.19., Dóma- og þingbók 1893-1895, 20. feb. 1893. Um málið er fjall-
að í nokkrum ævisögum fólks sem uppi var á síðari hluta 19. aldar; sjá t.d. Anna
Jónsdóttir, í gengin spor. Æviágrip fðns Eyjólfssonar bónda að Moldnúpi. W0 ára min-
ning (Reykjavík: Gefið út á kostnað höfundar, 1972), bls. 40-78, Gunnar Ólafsson,
Endurminningar (Reykjavík: Bókaútgáfa Guðjóns Ó. Guðjónssonar, 1948), bls.
172-176, og Sigurður Jónsson, Minningar Sigurðar frá Syðstu-Mörk (Reykjavík: Einar
Sigurðsson, 1950), bls. 45-47.