Saga - 1993, Blaðsíða 91
MACHIAVELLI OG LÖGMÁL VALDABARÁTTUNNAR
89
sér. Ef raunsæisstefna er skilgreind sem sú, er jafnan reynist sigursæl,
eru menn einskis vísari um það, hvers konar stefna reynist sigursæl
við hvers konar aðstæður. Hvenær eiga valdamenn að beita hörku og
hvenær mildi? Hvenær eiga þeir að semja og hvenær að berjast?
Menn, sem ætla að kasta öllum venjulegum siðalögmálum út í hafs-
auga til þess að geta sest niður og reiknað út, hvað þeim sé sjálfum í
hag, eiga á hættu að misreikna sig. Hinn sigursæli Stalín er undan-
fekning frekar en regla í hópi harðstjóra. En ef þeir, sem reyna að
reikna út veruleikann, eiga á hættu að misreikna sig, getur verið best
að styðjast við gamalreynd siðalögmál. Hvað hafa menn hvort sem er
annað í höndunum? Þetta er svipað frægu veðmáli Pascals,44 Annað-
hvort er Guð til eða ekki til. Ef hann er til, þá ber mönnum vitaskuld
að fylgja reglum hans. Ef hann er ekki til, þá gerir ekkert til að fylgja
reglum, sem við hann eru kenndar. Með öðrum orðum er skynsam-
*egt að veðja á tilveru Guðs. Menn hafa þar allt að vinna, en engu að
tapa.45 Framtíðin er undirorpin óskaplegri óvissu. Þar er ekki við
neinar staðreyndir að styðjast. Þar eru aðeins tiltækar nokkrar al-
niennar reynslusetningar um mannlega tilveru, sem geta eðli málsins
samkvæmt ekki tekið til smáatriða. Árangur í stjórnmálum minnir
þess vegna á hamingjuna: Hætt er við, að menn fjarlægist hann því
meir sem þeir stefna ákafar að honum. Stjórnmálamenn, sem nota
niestallan tíma sinn til að reikna út, hvernig þeir geti unnið næstu
kosningar, eru langlíklegastir til þess að tapa þeim. Þeir, sem vilja
Vera allra vinir, eignast ekki neina vini. Menn, sem skipta um skoðun
ems og þeir væru að skipta um föt, vinna sér aldrei traust. Þetta sann-
aðist raunar á Machiavelli sjálfum, sem missti fyrst stöðu sína fyrir að
Vera lýðsinni, en fékk síðan ekki embætti, þegar lýðsinnar komust
aftur til valda í Flórens, af því að hann hafði reynt að koma sér í
m)úkinn hjá Medici-ættinni. Þetta kallast á íslensku að vera helst til
hygginn. Raunsæjastir kunna þeir að lokum að vera, sem líta upp úr
°teljandi smáatriðum daglegs lífs og fylgja fast almennum siðalög-
malum, auk þess sem slíkir menn geta sér látnir bestan orðstír, sem
mest er um vert.
^ Blaise Pascal: Pensées, gr. 233. Sbr. líka Martin Gardner: Aha! Ekki er alll sem sýnisl
^alnakönnun, Reykjavík 1989), 109. bls.
hessi rök eru sama eðlis og þau, sem eru reifuð hér síðast í ritgerðinni um það, að
yggilegt sé að búast við vondum valdsmönnum.