Saga - 1993, Blaðsíða 107
MACHIAVELLI OG LÖGMÁL VALDABARÁTTUNNAR
105
um þeirra um ókomna tíð. Þar uppskera menn eins og þeir sá. En
sþórnmálamenn, sem standa andspænis svipuðum ákvörðunum, líta
aðeins á næsta kjörtímabil. Þar er skynsamleg ákvörðun nánast sú,
Sem gagnast þeim fram að lokum kjörtímabilsins. Þar kunna aðrir að
uppskera þaö, sem þeir sá. Sömu menn og haga sér skynsamlega í
emkalífi sínu, vegna þess að það borgar sig fyrir þá, haga sér óskyn-
samlega í opinberu lífi, vegna þess að þar borgar það sig fyrir þá.
f’etta má glöggt sjá í öllum lýðræðisríkjum. Stjórnmálamenn taka
óhófleg lán, sem skella á komandi kynslóðum. Skýringin er einföld.
Þeir eyða lánunum nú, aðrir greiða þau síðar. Ávinningurinn kemur
strax í ljós, kostnaðurinn miklu síðar, og þá er komið annað kjörtíma-
b'l og aðrir herrar í stjórnarhöllina. Verðbólgu má oft rekja til hins
sama. Skammtímaáhrif hennar eru góð, langtímaáhrifin vond. Með
ohóflegri prentun peninga afla stjórnmálamenn sér eyðslufjár, en
kostnaðurinn lendir á einhverjum öðrum einhvern tíma síðar. Það,
sem virðist við fyrstu sýn óskynsamlegt, er í raun og veru skynsam-
le8E — að vísu ekki fyrir allan almenning, heldur fyrir þá, sem
ákvaröanir taka.74
Nú vita allir, að einstakir stjórnmálamenn eru ekki allir eigingjarnir,
óupplýstir eða skammsýnir. Margir þeirra, jafnvel flestir, eru sóma-
n'ei'n. Hvernig stendur á því, að gera verður ráð fyrir því, sem ósatt
er? Svarið er, að manneðlishugmynd Machiavellis er nytsamleg, raun-
ar nauðsynleg, vinnutilgáta í stjórnmálum, þótt hún þurfi ekki al-
^nennt að vera sönn. Af öllum þeim ástæðum, sem upp hafa verið
faldar, ber að búast við eigingjörnum, óupplýstum og skammsýnum
valdsmönnum, þótt mörg dæmi séu hins gagnstæða, alveg eins og
skynsamlegt er að gera ráð fyrir umferðarslysum og tryggja sig gegn
þeim, þótt flestir komist jafnan klakklaust leiðar sinnar. í lífinu skipt-
ast á skin og skúrir, og regnhlíf er ekki röksemd gegn hugsanlegu sól-
skini. Hugmyndin um hinn eigingjarna valdsmann er líkan eða við-
sem nothæft er í stjórnmálum. Það er sama eðlis og líkan hag-
lr*ðinga af hinum hagsýna manni, homo economicus. Einstaklingur af
koldi og blóði breytir stundum gegn eigin hag, lætur stjórnast af
óuttlungum. Með því er ekki sagt, að hugsmíðar hagfræðinnar um
samleik neytenda og framleiðenda standist ekki. Á þessu hafa
lremstu stjórnmálahugsuðir Vesturlanda áttað sig. „Þegar við setjum
74 Sbr. Þráin Eggertsson: „Gangstígir og glapstígir" í Skírni (156. árg. 1982), 98. bls.