Saga - 1993, Blaðsíða 83
MACHIAVELLI OG LÖGMÁL VALDABARÁTTUNNAR
81
*egum, viðurkenndum siðalögmálum án tilvísunar til Guðs.) Stund-
Urr> getur líka verið réttlætanlegt að brjóta samninga, jafnvel að fórna
^uannslífum. Gildir það jafnt um valdsmenn og einstaklinga. ísraels-
menn réðust á Egypta árið 1967, þar eð þeir vissu, að Egyptar ætluðu
ser að ráðast á þá, og vildu vera fyrri til. Aðgerð þeirra var réttlætan-
leg; bún var í sjálfsvarnarskyni. Maður, sem skýtur vopnaðan inn-
brotsþjóf, sem er að gera sig líklegan til að nauðga konu hans, á sér að
rrunnsta kosti miklar málsbætur. Lögin viðurkenna þetta, því að þau
gera greinarmun á því að brjóta samninga og svíkja, vega fólk, drepa
°g myrða.
Víkjum þessu næst að kenningunni um Realpolitik, þeirri kröfu, að
nki miði við hreina valdahagsmuni, ekki hugsjónir eða siðalögmál, í
sarnskiptum við önnur ríki. Enginn vafi er á því, að með henni er
n'Þjóðastjórnmálum vel lýst. Þúkýdídes hinn gríski leggur okkur til eitt
^r-L'gasta dæmi um Realpolitik, þá er hann segir frá viðræðum
^þeninga og íbúa Meloseyju snemma í Pelopsskagastríðinu. Þá
vaöu Aþeningar upp úr um það, að mátturinn væri þeirra og hann
ygðust þeir nota. „Því að þið vitið eins vel og við, að í þessum heimi
g'Idir rétturinn aðeins í samskiptum jafningja; hinir sterku gera það,
Sem þeir geta, og hinir veiku þola það, sem þeir þurfa."33 Annað gott
urn Realpolitik var sú ákvörðun Richelieus, ráðgjafa Frakklands-
°nungs, að leggja mótmælendakonunginum Gústaf II Adolf frá Sví-
P]°ð lið í Þrjátíu ára stríðinu, ekki hinum kaþólska Þýskalandskeisara.
ar Richelieu þó kardínáli kaþólsku kirkjunnar, en Þrjátíu ára stríðið
stuð á milli kaþólskra manna og mótmælenda. Ástæðan til ákvörðun-
ar Richelieus var auðvitað, að hann taldi hagsmunum Frakklands bet-
Ur borgið, ef Þýskalandskeisari gerðist ekki of öflugur. Hann taldi
stríöið aðallega snúast um valdahagsmuni, ekki um trúarbrögð, þótt
pað væri haft á orði, og vildi jafna metin á milli stríðsaðila.34 Frakka-
ngur fylgdi líka Realpolitik, þegar hann studdi sjálfstæðisbaráttu
Hdaríkjamanna gegn Bretum seint á átjándu öld, þrátt fyrir það að
ukýdídes: Saga Pelopsskagastrídsins, V. bók, XVII. kafli, 84.-113. gr. Sjá The Greek
lstorians, ritstj. F. R. B. Godolphin, 1. bindi (Random House, New York 1942), þar
34 *ern Saga Pelopsskagastríðsins er birt í heild.
’chelieu minnist með velþóknun á Machiavelli í stjórnmálahugleiðingum þeim,
bann lét eftir sig. Sjá Herbert Butterfield: The Statecraft of Machiavelli (Collier,
Nevv York 1962), 63. bls.
6-
sAGa