Saga - 1993, Blaðsíða 84
82
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
hugsjónir Bandaríkjamanna um almenn mannréttindi og uppreisn-
arrétt gengju þvert á þær kenningar um konungsvald af Guðs náð,
sem franska konungdæmið hvíldi á. Skýringin var viðleitni Frakka til
að veikja Breta. „Hver sem er óvinur óvina minna, er um leið vinur
minn." Griðasáttmála Hitlers og Stalíns, sem hleypti af stað síðari
heimsstyrjöld, má líka hafa til marks um Realpolitik. Gamlir fjand-
menn féllust í faðma, af því að það hentaði þeim um stund. Sumir
sanntrúaðir sameignarmenn hneyksluðust á þessum faðmlögum,35
aðrir töldu griðasáttmálann dæmi mikillar stjórnkænsku. Halldór
Laxness, hinn óþreytandi málsvari Stalíns á Islandi, skrifaði til dæmis
fagnandi, að með sáttmálanum væri Þýskalandi hrundið úr vegi sem
„brjóstvörn Vesturlandaauðvaldsins gegn bolsévismanum":36 Gerðist
skáldið þar sporgöngumaður Machiavellis. Þegar Churchill kvað síð-
an upp úr um það, að hann myndi að minnsta kosti geta djöfulsins
vinsamlega í þingræðu, réðist Hitler inn í Helvíti, talaði hann í anda
Realpolitik. Bandalag lýðræðisþjóða við alræðisríki Stalíns var umfram
allt reist á sameiginlegum hagsmunum af því að leggja Hitler að velli.
Dæmum um Realpolitik hefur ekki fækkað eftir síðari heimsstyrjöld.
Vestræn lýðræðisríki urðu að sætta sig við það, að einræðisríki, eins
og Portúgal, Grikkland og Tyrkland voru öll um tíma, ættu aðild að
varnarsamtökum þeirra, Atlantshafsbandalaginu. Bandaríkjastjórn
hefur haft vinsamlegt samband við sumar ógeðfelldustu einræðis-
stjórnir þriðja heimsins og jafnvel fengið að hafa herstöðvar í löndum
þeirra. Hugsjónir þokuðu fyrir hagsmunum. Skýrt dæmi um Real-
politik var fylgi Vesturveldanna við það, að stjórn Pols Pots héldi sæti
Kambódíu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, eftir að Víetnamher
steypti henni af stóli árið 1979 og setti leppstjórn í landinu. Vestur-
veldin vildu ekki efla Víetnam, jafnvel þótt það kostaði opinberan
stuðning við eina verstu ógnarstjórn sögunnar. Persaflóastríðið fyrri
hluta ársins 1991 má líka hafa til marks um Realpolitik. Það var háð í
nafni sjálfsákvörðunarréttar þjóða. En engum heilvita manni dettur í
hug, að Bandaríkin og önnur vestræn ríki hefðu komið Kúveit til að-
35 Benjamín Eiríksson, síðar hagfræðidoktor og bankastjóri, yfirgaf til dæmis Sósíal-
istaflokkinn vegna griðasáttmálans. Sjá „Styrjöldin og sósíalisminn" í Ritum 1938-
1965 (Stofnun Jóns Þorlákssonar, Reykjavík 1990), 23.-47. bls. Var þeim greina-
flokki neitað um birtingu í Þjóðviljanum.
36 Halldór Laxness: „Áfanginn til Veiksel" í Þjóðviljanum 217. september 1939.