Saga - 1993, Blaðsíða 293
RITFREGNIR
291
Hjalteyrarfélaginu, sem Tryggvi stofnaði þegar viðbúið var að þrengt yrði
með lögum og reglugerðum að starfsemi norsk-íslenskra félaga hérlendis. Er
óhætt að fullyrða að hlutur Gránufélags, Tryggva Gunnarssonar og annarra
forystumanna þess í upphafi íslensks síldarútvegs hafi verið ósmár.
Umrædd bók samanstendur af sjálfstæöum þáttum, og er að sjá sem nokk-
uð snögglega hafi verið afráðið að gefa þá út undir einum hatti, því talsvert
er um endurtekningar, sem hægt hefði verið að stýra hjá með því að vísa á
milli. Annað sem bendir til óðagots eða óþarflegs flausturs er urmull af
prentvillum, flestum meinlausum, en engu að síður hvimleiðum í svo vel
skrifuðum texta.
Drepið er á ríkismannaríg faktoranna Jakobs V. Havsteens og Eggerts Lax-
dals. Ef til vill var hann meiri í orði en á borði, en þessir ágætu héraðshöfð-
ingjar og ógnvaldar lítilsmegandi og skuldugra viðskiptamanna voru reynd-
ar annarra þjónar, voldugra aðila sem háðu grimmt viðskiptastríð í verslun-
arumdæmi Akureyrarkaupstaðar. Jakob stóð framan af í ístaðinu fyrir Gránu-
félag, Tryggva Gunnarsson og Ferdinand Holme; en Eggert þjónaði Cnrl
Hcicfjfner, sem lengi réð tveimur öflugum verslunum á Akureyri, sinni eigin
og Gudmannsverslun, sem Eggert stóð fyrir lungann úr starfsævi sinni,
1874-1902.
En þrátt fyrir illvígar blaðadeilur og jafnvel málaferli út af árekstrum
vegna verslunarhagsmuna, má finna dæmi um samstöðu og samtök þessara
manna. Þrátt fyrir allt áttu þeir sameiginlegra hagsmuna að gæta á mörgum
sviðum og gerðu sér þess ljósa grein.
Það er í senn kostur og löstur á þessum þáttum hversu ofurhlýtt höfundi
er til persónanna sem um er fjallað. Er þeim nánst hvað eina til ágætis talið
og aldrei að því er séð verður dreginn í efa góður vilji þeirra og hæfni, hvort
sem þeir græddu, töpuðu eða héldu í horfinu. Sigrarnir sýndu yfirburði
þeirra, en ósigur og flótti er þeim síður en svo til áfellis metinn.
Höfundur er eins og kunnugt er skáld gott og margreyndur á ritvellinum
á löngum og farsælum ferli. Einnig er hann þaulvanur stjórnmálamaður og
bankastjóri, og þar með ekki ókunnugur þess háttar leik, sem forðum var
háður í höll Goðmundar á Glæsivöllum. Af þeim sökum vekur það furðu, er
hann telur látnum athafnamönnum best lýst með ummælum, sem höfð voru
yfir þeim látnum á grafarbakkanum. Koma þá í hug sagnir um mætan kenni-
wann, sem einkum var rómaður fyrir hjartnæmar og andríkar líkræður.
Hann hafði einhvern tíma haldið sérlega snjalla og innblásna tölu yfir at-
hafnamanni, sem ekki hafði verið óumdeildur í lífi og starfi. Fann prestur
honum margar og gildar málsbætur, og var enginn hrifnari af tilþrifum
rœðumanns en ekkjan. Hún gekk til prestsins að athöfn lokinni og sagði; „Eg
vissi að ég ætti góðan mann, en nú sé ég að hann hefur verið ennþá betri en
eg hélt.". Það kom ögn á gamla prestinn, en svo sagði hann: „Já, en hann var
nú líka fjandanum klókari."
Eins og undirfyrirsögn vísar til er hér einkum og sér í lagi fjallað um síld-
veiðar og síldarverslun söguhetjanna. Þá er gerð grein fyrir ætt manna og
uPpruna, mökum þeirra og börnum. Undrar mig þá, þegar fjallað er um Otto
Tulinius, að ekki skuli orði vikið að mági hans, Olafi Friðrikssyni, guðföður