Saga - 1993, Blaðsíða 19
„KEMUR SÝSLUMANNI [ÞAÐ] NOKKUÐ ...?" 17
Réttarhöldin voru um margt lík því sem þekktist með sakamál í
íslenskum sveitum á 19. öld, þótt harkan væri meiri en oftast gerðist á
báða bóga. Þegar til yfirheyrslu kom játuðu menn á sig ýmiss konar
misferli, eða bentu á sveitunga sína sem þá grunaði eða þeir höfðu
vissu fyrir að hefðu brotið lögin án þess að í þeim málum hefði verið
réttað. Oftast var hér um að ræða venjubundin brot; fátækur smá-
bóndi játaði á sig stuld á kindum þremur árum fyrr, og annar bar að
upp hefði komið sveimur um að bróðir hans hefði framvísað föls-
uðum seðli í Vestmannaeyjum 38 árum áður.25 Áhugi sýslumanns
næstu mánuðina beindist þó fyrst og fremst að brotum á rekalögun-
um,26 enda höfðu Eyfellingar sýnt mesta bíræfni og frumleika í þeim
málum. Hver bóndinn á fætur öðrum viðurkenndi að hafa tekið spýt-
ur af fjörum til eigin nota, stundum til smíða, stundum til eldiviðar.
Gaf sýslumaður ekkert eftir í rannsókn slíkra mála, þó sumir ættu erf-
itt með að skilja hvers vegna hann var að „margspyrja um þennan
helvítis fúarapt", eins og einum bóndanum varð að orði þegar honum
var farið að leiðast forvitni sýslumanns um örlög einnar rekaspýtunn-
ar.27
En af hverju stafaði þessi áhugi sýslumanns? Ljóst var að þrýsting-
ur frá landeigendum skipti ekki miklu máli í þessu sambandi, a.m.k.
komu ekki fram neinar ákærur frá þeim gegn landsetum sínum í rétt-
arhöldunum.28 Eins er Ijóst að þjófnaður á rekaviði í Eyjafjallasveit
24 í janúar 1892 voru enn að minnsta kosti tíu manns í farbanni í Eyjafjallasveit og
var þeim m.a. bannað að fara í ver á vertíð eins og þeirra var siður vor hvert; sjá
bréf frá Jóni Hjörleifssyni til sýslumanns Rangárvallasýslu, 24. jan. 1892, og afrit af
bréfi amtmanns til Sigurðar Halldórssonar oddvita Austur-Eyjafjallahrepps, 1. feb.
1892. ÞÍ, SkSS, Rang., VI.13.
25 Þí, SkSS, Rang., V.17. Dóma- og þingbók Rangárvallasýslu, 15. nóv., 17. nóv. og
21. nóv. 1890.
28 Hann fór þannig fram á leyfi hjá amtmanni (sem var fúslega veitt) til að gefa upp
sakir án dóms í lambs- og peningaþjófnaðarmálum, en glæpirnir höfðu verið
framdir um 20 árum áður. Hann vildi þó ekki fyrirgefa neinn stuld á reka, þó oft
væri langt um liðið frá broti, sbr. ÞÍ, SkSS, Rang., 111.36, Bréfabók sýslumanns,
1889-1892, 21. mars 1891, og Rang. VI.13. Dómsskjöl 1892-1897. Bréf amtmanns
suðuramts til sýslumanns, 10. apríl 1891.
27 ÞÍ, SkSS, V.17.14. apríl 1891.
28 I dómsskjölum er reýndar eitt bréf frá landeiganda, þar sem hann fór fram á að
teiguliðar sínir gættu þess að framvegis væri farið að lögum í meðferð á rekaviði,
en um leið gat hann þess að hann gæti ekki sökum „fjarveru passað uppá reka
sem að landi ber ..." Sigurður Sveinsson til Sveins Sveinssonar í Gíslakoti. ÞI,
SkSS, Rang., VI.13. Bréf dags. mars 1891.
2-SAGA