Saga - 1993, Blaðsíða 29
„KEMUR SÝSLUMANNI [ÞAÐ] NOKKUÐ ...?" 27
ríkis og þegna hlýtur því alltaf að vera eins konar línudans, og á það
ekki síst við á þeim tímum er ríkið seilist inn á ný svið þar sem vald
þess hefur verið takmarkað áður. Undir slíkum kringumstæðum verð-
ur feilspor af hálfu opinbers fulltrúa honum að falli: í annan stað verja
þegnarnir hefðbundin réttindi sín gegn nýjum kröfum ríkisvaldsis, í
hinn hafnar ríkisvaldið staðbundnum réttindum og krefst fullkomins
samræmis í stjórn ríkisins. Þetta mátti íslenskum sýslumönnum vera
ljóst, þar sem vald þeirra hékk ávallt á bláþræði. Þótt þeir, sem full-
trúar ríkisins, hefðu einokun á lögmætu ofbeldi í umdæmum sínum
attu þeir fá vopn í fórum sínum til að brjóta niður skipulega andstöðu
íbúanna. í orði kveðnu höfðu íslenskir sýslumenn ótrúlega mikil
völd, þar sem þeir voru hvort tveggja í senn dómarar og lögregla, en í
raun náði lögregluvaldið varla lengra en íbúarnir samþykktu, þar
sem sýslumenn réðu ekki yfir neinu skipulegu lögregluliði. Til að
framfylgja lögunum urðu sýslumenn því að lifa í voninni um að allur
fjöldi þegnanna viðurkenndi réttmæti ákvarðana ríkisins, hversu gjör-
ræðislegar sem þær voru, eða a.m.k. að þeim tækist annaðhvort að
hylja gjörræði ákvarðananna með tilvísun í skynsemi og vísindalegar
niðurstöður, eða að þeir einfaldlega létu vera að framfylgja lögum
sem stríddu gegn réttarvitund almennings.59
Það var þessi staðreynd sem Páll Briem sýslumaður stóð frammi
fyrir undir Eyjafjöllum vorið 1891. Sýslumaður vildi, sem löglegt yfir-
vald sýslunnar, framfylgja laganna bókstaf eins og honum sannarlega
bar skylda til. Bændur undu hins vegar illa því sem þeim fannst óþarfa
afskiptasemi af málum sínum og söfnuðu þess vegna liði til að leið-
retta ranglætið. Sjálfsagt hafa fáir bændanna efast um gildi máltækis-
lns „með lögum skal land byggja, með ólögum eyða", sem Jón Sig-
urðsson hafði þó fundið sig knúinn til að minna landsmenn á fjörutíu
arum áður, en greinilega voru ekki allir jafn vissir og hann um að full-
trúar ríkisins hefðu skilyrðislaust lögin sín megin, á meðan gerðir
andstæðinga embættisvaldsins væru í eðli sínu ólög. Þó ekki þurfi að
leika neinn vafi á að rekalög væru marg brotin, fannst mörgum Ey-
fellingnum að bændur væru ákærðir blásaklausir, þar sem gjörðir
þeirra fóru eftir reglum sem gilt höfðu í sveitinni frá aldaöðli - eða
59 Sbr. Pierre Bourdieu, La noblesse d'État. Grandes écoles et esprit de corps (París: Les
Editions de Minuit, 1989), bls. 377 og víðar.