Saga - 1993, Blaðsíða 82
80
HANNES HOLMSTEINN GISSUKARSON
hafði reynst, en það var mönnum ekki ljóst í ársbyrjun 1978. Stjórn
Persakeisara hafði verið spillt harðstjórn; menn sáu ekki fyrr en síðar,
að hún var skárri kostur af tveimur vondum. Keisarinn réð að vísu
yfir öflugum her. Hann hafði hins vegar ekki hlustað á orð Machia-
vellis: „En ég fordæmi hvern þann sem byggir virki en Iætur sig Iitlu
varða hvort hann er hataður af fólkinu eða ekki."32 Hver getur líka
fullyrt, að komist hefði verið hjá blóðugu borgarastríði, hefði keis-
arinn beitt hernum, eins og Sir Geoffrey og líklega Machiavelli hefðu
ráðlagt honum? Er líka víst, að hann hefði unnið slíkt stríð? Staats-
rtison krefst þess, að menn brjóti venjuleg siðalögmál sem eins konar
varnarleik gegn enn verri kostum, fórni til dæmis færri mannslífum
fyrir fleiri. En gallinn á útreikningum í anda Staatsriison er sá, að oft-
ast er gert ráð fyrir meiri vitneskju en menn búa yfir á þeirri stund, er
þeir reikna út afleiðingar af ólíkum kostum. Þess vegna kann að vera
hyggilegast, um leið og það er réttast, að halda sig við gamalreynd og
viðurkennd siðalögmál og arka síðan að auðnu.
Hugmyndin um Stantsriison stenst varla. Ekki verður séð, að önnur
siðalögmál þurfi að gilda um valdsmenn en venjulega einstaklinga.
Nauðsyn brýtur vissulega Iög. En það gildir jafnt um einstaklinga og
valdsmenn. Stundum má til dæmis segja ósatt. Dauðvona sjúklingur
spyr lækni, hvort bókarhandrit, sem hann hafi sent útgefanda, hafi
verið tekið. Læknirinn veit, að sjúklingurinn mun látast eftir nokkra
daga, að hann hefur bundið stórkostlegar vonir við handrit sitt og að
útgefandinn hefur hafnað því með lítilsvirðingu. Má hann ekki gleðja
sjúklinginn með „hvítri lygi" eða stilla sig að minnsta kosti um að
segja honum hinn bitra sannleika? Maður í geðshræringu spyr fólk á
förnum vegi, hvernig hann geti komist upp í turn Hallgrímskirkju,
því að hann ætli að stytta sér aldur með því að fleygja sér þaðan nið-
ur, þar eð hann þjáist af ólæknandi ástarsorg. Eiga vegfarendur að
vísa honum þangað, eins og ekkert sé? A sama hátt þarf ráðamaður
ríkis ekki að segja öllum, hvar vopnabúr ríkisins séu eða hvenær
næsta gengisfelling verði. (Auðvitað breytist þetta nokkuð, ef Guð er
til á Himnum og hefur þaðan gætur á okkur ásamt englum sínum. En
stjórnmálaheimspekingar spara sér þá tilgátu, því að þeir komast af
án hennar: Gera má grein fyrir skyldu manna til að hlýða venju-
32 Niccolö Machiavelli: Furstinn, 20. kafli, 101. bls.