Saga - 1993, Blaðsíða 214
212
RITFREGNIR
Hér er faglega að verki staðið, flokkað og túlkað eftir hávísindalegum aðferð-
um náttúruvísindamanna. Jón flokkar eftir aldri og kyni, rannsakar tennur
og kemst meðal annars að því að þau ættmenni Finnur biskup, Hannes son-
ur hans og Guðríður sonardóttir Finns áttu öll við sömu örðugleika að etja í
gómi og líklega hefði biskup nú mátt láta af hendi drjúgan skilding vegna
tannréttinga, - þó tæplega á kostnað ríkisins. Hann leiðir sterkar líkur að því
að þró Páls biskups hafi staðið uppi í grafhýsi í stöpli eða klukkuturni og
verið jarðsett síðar eftir að kirkja Þorláks brann eða eftir árið 1309. Þetta er
líkleg kenning enda kistan sýnisgripur og hefð reyndar fyrir því að hefðar-
menn stæðu uppi í kirkjum miðalda eða öllu heldur minnismerki þeirra og
um það mörg dæmi, nærtækast kannski dómkirkjan í Hróarskeldu. Skemmti-
legur kafli er síðan um það hvernig höfuðbein biskupa sem nafngreindir eru
samsvara myndum af þeim. Þessi kafli finnst mér einna athyglisverðastur og
bestur í bókinni. Þá er rétt að vekja athygli lesenda á þeim ummælum Jóns
að betur hafi varðveist bein kistuleysingja en þeirra sem jarðsettir voru í
kistum!
Skiílholt. Kirkjur
Það iiðu tvö ár frá því fyrsta bindið kom út uns það næsta kom í þessari röð
með 310 tölusettum síðum - lökkuðum. Reyndar kom á milli bindi í röðinni
Staðir og kirkjur 11 um dómsdag og helga menn á Hólum en hana tek ég út úr
hér og fjalla fyrst um aliar Skálholtsbækurnar. Hér er Hörður einráður og fer
víða á kostum. I formála skýrir hann frá því að síðara bindið hafi orðið að
þremurf!) og séu tvö tilbúin, - þetta og annað um skrúða og áhöld, en hið
þriðja sem fjalla muni um staðinn sé ekki tilbúið. Hörður rekur hér bygg'
ingarsögu kirkna Skálholts, níu alls, og hefst handa við sóknarkirkjuna sem
þar stóð í eina öld uns hún var rifin til að gefa núverandi kirkju pláss. Er
ánægjulegt að sjá að hún fær ekki minna pláss en hinar stærri og frægari
kirkjurnar. Örfáar villur rekst maður á strax í byrjun, s.s. á bls. 13, þar sem er
tvívegis vísað í bls. x sem ekki er til. Hérna birtast uppmælingar fornleifa-
fræðinga á grunni sóknarkirkjunnar sem ég saknaði úr fyrsta bindinu (bls.
17), en hvergi birtist grunnur Valgerðarkirkju. Öllum köflunum er skipt
niður á sama hátt eða því sem næst og fær sóknarkirkjan firnamikla umfjöll-
un. Reyndar virðist hún hafa verið byggð úr viði eldri kirkna eða hafa verið
vísvitandi/óafvitandi geymsla fyrir fjölmargt úr þeim. í henni voru viðir úr
Brynjólfskirkju og rekur Hörður sig í gegnum kirkjuna, innviði og gripi/ d'
veg niður í minnstu skráarlauf af stakri snilld. Stundum trúi ég að lesningin
verði nokkuð þurrleg óinnvígðum og hugtakanotkunin flókin en úr því bæt-
ir höfundur með skýringarmyndum. Þegar búið er að púsla saman öllum
hlutum sem til eru úr kirkjunni eru byggingarreikningar teknir upp í heilu
lagi og síðan rakinn annáll kirkjunnar og viðhalds hennar eins og það kemur
fyrir í heimildum. I lokin koma kaflar um stærð og gerð, byggingarsögu og
fleira og er þar teflt saman öllu sem áður var rakið og það sett í samhengi-
Allt er þetta prýðilega upplýst með myndum og þær nýttar til hins ítrasta
sem heimildir, munir, myndir og teikningar höfundar. Sem dæmi um hæfm