Saga - 1993, Blaðsíða 227
RITFREGNIR
225
eru fra því 1870-80 og gjörsamlega ófáanleg leikmönnum nema á lestrarsöl-
um meiri háttar safna.
Kaflann „Kristileg trúarkvæði" til loka 13. aldar (bls. 481-516) skrifar Vé-
steinn Olason, sérstakan heiðurssess skipa þarna Sólarljóð sem eru rakin og
túlkuð á athyglisverðan hátt.
Kaflinn „Erlendur vísdómur og forn fræði" (bls. 517-72 eftir Sverri Tómas-
son er einkar fornvitnilegur af því að margt það efni, sem hér er fjallað um,
hefur nánast aldrei verið talið til íslenskra bókmennta - ef svo má segja - og
hefur þar af Ieiðandi ekki fengið neina umfjöllun í íslenskri bókmenntasögu.
Þessi kafli er hin mesta náma fróðleiks, einkum sá hluti hans sem tengist „er-
lendum vísdómi". Af því hve mikið rúm er ætlað hverjum þætti má greina
einlægan áhuga Sverris á því að vekja athygli á gildi hinnar evrópsku mið-
aldamenningar fyrir íslendinga. Þannig er fjallað um Snorra-Eddu á níu síð-
um en kaflinn um málfræðiritgerðirnar fjórar (Þrívegurinn: staffræði og
'Uœlskulist) er ellefu síður. Hér býr það sennilega að baki að málfræðiritgerð-
irnar eru nánast óþekktar en Snorra-Eddu ætti hver maður að þekkja.
Af fræðum, sem óumdeilanlega mega íslensk kallast, er fornum lögum
(Grágás) e.t.v. auðsýnt fullmikið fálæti miðað við margt annað. Um Grágás
eru aðeins tæpar þrjár síður, þar af taka myndir úr handritum um heila síðu.
Pyrst lög eru á annað borð talin með bókmenntum þá mætti t.d. fjalla um
það alþekkta sérkenni á framsetningu þeirra að sett eru upp sem fordæmi
einar lýsingar á sennilegum atvikum í stað þess að setja upp almennar við-
miðanir eins og tíðkast í nútímalögum. Þessar hnotskurnarsögur Grágásar
mega teljast bókmenntir á sinn hátt.
Bókmenntasögunni lýkur á köflum um fjórveginn (tónlist, tölvísi, stjörnu-
°g Aatarmálsfræði, landa- og náttúrufræði).
Om orðalag og stíl íslenskrar bókmenntasögu er flest gott að segja en nokkur
;1triði hnaut ég þó um: ST skemmtir sér við að vera með sérvisku í orðalagi,
(h!” ^essu méli" (bls. 313), „... er Katrínar saga gerð af hvað mestri hind"
s. 438). Á nokkrum stöðum er orðið „fábylja" notað sem heldur skringileg
Þyðing á „fabúla" og „stigþrepun" er haft um stéttaskiptingu eða virðingar-
r°ð (bls. 432).
Undirritaður er á nokkrum stöðum ósáttur við beygingar og orðaskipun:
fs. 90: „... lýst helstu einvígjum ragnaraka ..." - beygingin hefur lengst af
6rið i_*aUS ^st>r' vígaferii og vígamenn).
. ,s' iflfli ..hann viti einn hó (friðil), er Sif hafi tekið ..."
er ott reif á eftir séu í Lokasennu vísuorðin „þótt sér varðir fái hós eða hvors ..."
æPið að fella r á þennan hátt niður úr stofni þessa orðs þvert ofan í
PP ýsingar allra orðabóka; svo víða má sjá dæmi þess að r fylgir orðstofn-
Um (hórdómur, hóra, hórast)
st , s’ 4^9: „... Agríkólus jarl lætur leiða hann [heilagan Blasíus] úr myrkva-
Bu °§ v’il fá hann til að blóta goðunum." (ætti að vera „blóta goðin").
s- 436: „ ... Sixtus páfi er handtekinn og hogginn af Dekíusi konungi..."
s- 470: „ ... hún ... er jarðsett af munkinum Zozimas ..."
m síðustu tvö dæmin er það að segja að vissulega má sjá „af" með ger-
15-Saga