Saga - 1993, Blaðsíða 15
KEMUR SÝSLUMANNI [ÞAÐ] NOKKUÐ ...?"
13
þeirra stað algerlega afstöðunni á milli þegna og miðstjórnar. Þar sem
einvaldir konungar ríktu sameinuðust þegnar hvers ríkis um konung-
inn einan; ekkert annað þurfti til að tengja þá saman í eina heild. Það
þótti engin frágangssök þó að þegnar sama ríkis lytu mismunandi
lögum eða ættu sér ólíkar menningarhefðir; svo lengi sem þeir virtu
konunginn hélst ríkið saman. Með aftöku Lúðvíks XVI í Frakklandi
urðu þegnarnir hins vegar að finna sér ný sameiningartákn, þar sem
höfuðlaus konungur sameinar fáa. Ef ríkið átti ekki að leysast upp í
fjölda eininga og lögin að missa allt gildi var óhjákvæmilegt að finna
upp nýja lögmætingu ríkisvaldsins. Lausn hinna nýju valdhafa tók á
vissan hátt beinlínis mið af þróun sem hafði þegar átt sér stað innan
einveldanna, þ.e.a.s. byggt var á þeirri hugmynd að fullveldið væri
ekki persónuleg eign furstanna heldur að mestu óháð þeim einstakl-
ingum sem teljast handhafar þess hverju sinni. Þannig fluttu franskir
byltingarmenn einfaldlega fullveldið frá hinni föllnu konungsætt -
eða guði öllu heldur, í umboði hvers konungurinn réð yfir löggjafar-
valdinu - í hendur ímyndaðrar „persónu" sem nefndist pjóð.]5 Skil-
greining þjóðarinnar var og hefur alltaf verið óljós, en í hinu franska
dæmi var hún einfaldlega talin afmarkast af þeim hópi manna sem
áður voru þegnar franska konungsins. Fall einveldisins breytti í sjálfu
sér engu um stærð ríkisins.
Sú staðreynd að íbúar ákveðins landsvæðis höfðu áður verið þegn-
ar sama konungs nægði þó tæplega ein og sér til að halda þjóðríkjum
saman, og þannig var tilvistargrunnur ríkisins í raun úr sögunni með
aftöku einvaldsins. Hvað tengdi saman hina ólíku einstaklinga sem
mynduðu þjóðina eftir fall konungsins? Hvað áttu íbúar héraðs í
Norður-Frakklandi, eins og Bretagneskaga, sameiginlegt með íbúum
Provencehéraðs í suðri þegar konungur þeirra var allur? Þjóðernis-
stefnan leysti þetta vandamál með því að finna ný sameiningartákn
fyrir hina fullvalda þjóð, en í stefnunni felst, svo ég umorði skil-
greiningu enska félagsfræðingsins Anthonys Giddens, sú andlega til-
finning fólks að meðlimir hinnar pólitísku einingar tilheyri einu sam-
15 Persónugerving þjóðarinnar er einmitt mjög áberandi þáttur í hugmyndum
Frakka um hina frönsku þjóð, sbr. Jules Michelet, „Tableau de la France," Histoire
de France 3. bók, í Œuvres comptéles 4. bd. Paul Viallaneix ritstj. (París: Flammarion,
1974), bls. 331-387. Sjá einnig Ernest Lavisse, General View of the Political Hislory of
Europe (New York: Longmans, Green, and Co., 1891), bls. 148.