Saga - 1993, Blaðsíða 80
78
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
Lítum fyrst á hugmyndina um Staatsrcison. Þurfi stjórnmálamenn að
flekka hendur sínar, geta þeir þá treyst því ólíkt frú Makbeð forðum,
að blóðblettirnir hverfi?29 Truman Bandaríkjaforseti stóð til dæmis
frammi fyrir erfiðri ákvörðun í lok síðari heimsstyrjaldar, eftir að
Bandaríkjamenn höfðu smíðað nokkrar kjarnorkusprengjur og full-
víst var talið, að Japanir hygðust berjast, uns yfir lyki. Hann lét kasta
kjarnorkusprengjum á Hiroshima og Nagasaki, og Japanir flýttu sér
þá að gefast upp. Lítill vafi er á því, hvað Machiavelli hefði lagt til:
Hann hreifst af snöggum, óvæntum útleikjum. Hann hefði líklega að-
eins áfellst Bandaríkjaforseta fyrir að nota kjarnorkusprengjur ekki
fyrr. Sumir telja ákvörðun Trumans óréttlætanlega, til dæmis kaþólski
heimspekingurinn Eh'sabet Anscombe.30 Bendir hún á, að sprengjunum
var varpað á óbreytta borgara, ekki hermenn. Fleiri eru þó þeirrar
skoðunar, að ákvörðun Trumans hafi verið eðlileg. Auðvitað kostuðu
sprengjurnar tvær fjölda mannslífa, segja þeir. En hitt hefði kostað
miklu fleiri mannslíf að halda áfram venjulegum vopnaburði gegn
Japönum, auk þess sem sá kostnaður hefði fallið á Bandaríkjamenn
ekki síður en Japani. Með því að beita kjarnorkusprengjum og knýja
Japani til uppgjafar bjargaði Truman lífum fjölmargra bandarískra
hermanna og vafalaust líka margra japanskra borgara og hermanna.
Þetta var skárri kostur af tveimur vondum. Þeir, sem áfellast Truman
fyrir þetta, eru í raun og veru að kvarta undan því, að Banda-
ríkjamenn skyldu vera í stríði við Japani. Truman dró aðeins rökrétta
ályktun af því; hann valdi ódýrustu leið, ekki sjálft markmiðið-
Japanir höfðu ráðist að fyrra bragði á Bandaríkjamenn í Perluhöfn
árið 1941. En rekjum dæmið áfram. Eftir stríð réðu Bandaríkin um
skeið eitt stórvelda yfir kjarnorkusprengjum. Hefðu þau átt að nota
þær gegn Kremlverjum? Bertrand Russell taldi hið gerska alræði svo
hættulegt öllu mannkyni, að réttlætanlegt væri að hóta því að nota
29 Stjórnmálaheimspekingar vísa gjarnan til frægs leikrits Jean-Paul Sartres, tJs
Mains sales (Flekkaðar hendur), þegar þeir ræða um þennan vanda. Leikritið gerist
árið 1944 í Mið-Evrópulandi, sem Þjóðverjar hafa hernumið, en Rauði herinn nálg'
ast. Ungur maður, Húgó, hefur hlýtt skipun félaga sinna í kommúnistasellu um aö
drepa formann Kommúnistaflokksins, Höderer, sem hafði samið við andstaeðing3
flokksins.
30 G. E. M. Anscombe: „Mr Truman's Degree" í Collected Philosophical Papers, H’’
bindi (Basil Blackwell, Oxford 1981), 62.-71. bls.