Saga - 1993, Blaðsíða 93
MACHIAVELLI OG LÖGMÁL VALDABARÁTTUNNAR
91
Sigurbjörn Einarsson, þá guðfræðiprófessor, síðar biskup, greip til
kenningar Machiavellis í tilefni uppgjörs Khrústjofs við Jósep Stalín
Kremlarherra árið 1956. Hélt hann fram hinni hefðbundnu skoðun á
Klachiavelli.49 í grein um hina frægu ræðu Khrústjofs rifjaði séra Sig-
Urbjörn fyrst upp nokkur ráð Machiavellis: Furstinn má ekki leyfa
neinum Brútusi að þrífast, heldur verður að útrýma öllum hugsanleg-
um vegendum, sonum þeirra og öllum öðrum, sem hefnt gætu þeirra;
enginn má heldur skyggja á furstann, safna völdum eða vinsældum í
ríki hans; furstinn á að flytja fólk til, eins og Filippus Makedóníu-
kóngur gerði, svo að hvergi geti myndast fastur kjarni andstöðu við
hann; furstinn verður að mæla blítt, hversu flátt sem hann hyggur.
"Virðast yður þessar kenningar Machiavellis ekki allnýtískulegar?"
~ spurði séra Sigurbjörn.50 Hann benti síðan á, hversu margt Jósep
Stalín virtist hafa lært af Machiavelli. Stalín útrýmdi skipulega hugs-
anlegum keppinautum sínum um völd; hann lét drepa flesta forystu-
naenn þeirra þjóða, sem hann lagði undir sig; hann flutti heilar þjóðir
nauðungarflutningum í ríki sínu, til dæmis Volgu-Þjóðverja og Krím-
Tatara; hann hafði jafnan á vörum faguryrði, um leið og hann notaði
hendurnar til að undirrita aftökuskipanir.51 Séra Sigurbjörn kvaðst
heyra þyt af vængjablaki Machiavellis í íslenskum stjórnmálum, en sá
rr'unur væri á íslandi og alræðisríkjum, að hér væru valdinu reistar
skorður, auk þess sem það dreifðist á marga aðila. íslendingar skyldu
þó hafa á sér andvara, því að við þráláta stjórnmálaspillingu og and-
*ega úrkynjun yrði áreiðanlega hrópað á hinn sterka mann og hinn
sterka flokk.
bótt vissulega hafi Stalín fylgt mörgum ráðum Machiavellis, er vill-
andi að telja hann hreinan machiavellista, eins og séra Sigurbjörn ger-
lr'52 því að Stalín fylgdi ekki því mikilvæga ráði hins ítalska rithöf-
Sigurbjörn Einarsson: „Gerskir stjórnarhættir" í Félagsbréfum (1. árg. 1956), 8.-27.
hls. Ræða Khrústjovs um Stalín á flokksþinginu kom út sérprentuð næsta ár (Stef-
an ^jehirsson þýddi, Ingólfsútgáfan, Reykjavík).
Sigurbjörn Einarsson: „Gerskir stjórnarhættir" í Félagsbréfum, 12. bls.
rím stjómarhætti Stalíns má lesa í bókum Roberts Conquests, til dæmis The Great
Terror. Stalin's Purge of the Thirties (Penguin, Harmondsworth, Middlesex 1971) og
Kolyma. The Arctic Death Camps (Viking Press, New York 1978) og hinu mikla verki
Alexanders Solsénitsyns, The Gulag Archipelago, 1.-3. bindi (Collins/Fontana
1974-1978).
? Robert Conquest bendir að vísu á það í The Great Terror, 114. bls., að Stalín hafi
verið sagður ákafur lesandi Furstans.