Saga - 1993, Blaðsíða 213
RITFREGNIR
211
kirkjunnar hljóta þó að hafa sést samanber síðar. Hann gefur sér að miðalda-
kirkjur hafi allar verið byggðar á sama grunni og að eldri leifar hafi hreinlega
verið hreinsaðar burtu við nýbyggingar hverju sinni. Þess var á hinn bóginn
ekki þörf við byggingu Brynjólfskirkju, enda var hún mun minni. Síðan hún
var rifin hafa a.m.k. tvær kirkjur verið reistar og fá grunnar hvorugrar um-
fjöllun, hafa því miður ekki verið taldir nógu merkilegir. Hins vegar birtist
grunnmynd sóknarkirkjunnar í 2. bindi (bls. 17), án umfjöllunar að vísu.
Grein Kristjáns Eldjárns um undirganginn birtist áður nær óbreytt í Afmæl-
isriti Björns Sigfússonar árið 1975. Hún er fróðleg úttekt en hún verður ekki
gerð frekar að umtalsefni hér.
Forngripaskráin er merkilegri. Hana vann Kristján einnig og eru taldir upp
540 skrásettir liðir. Fyrst koma gripir úr kistu Páls biskups, síðan aðrir grafa-
gripir og þar næst gripir úr dómkirkjunni. Það er næstum helg lesning að
fara um muni þá sem fundust í gröfunum því sumar voru kyrfilega merktar
°g því óhugnanlega auðvelt að vita hver eigandi hvers hlutar var. Það hrygg-
ir hins vegar lesandann að rekast á það aftur og aftur að það sé „óvíst úr
hvaða gröf" viðkomandi hlutur sé (sjá bls. 62). Og ekki dregur úr því þegar á
bls. 63 stendur „fundið hér og hvar á uppgraftarsvæðinu"; og „óvíst hvar
fundið" bls. 65 tvívegis, bls. 66 og áfram margsinnis. Þá er líka vitnað til
rannsóknar í Þorláksbúð en hún birtist ekki með sakir ástæðna sem vitnað er
til í formála.
Lesandinn heggur eftir því hversu alþjóðleg kirkjan hérna var, eins og
reyndar sést betur í seinni bindum. Hér sést hverju fornleifafræðin getur
bætt við ritheimildir því hér er að finna innflutt skrautverk af ýmsu tagi,
mynt frá Þýskalandi, Danmörku, Noregi og Bretlandseyjum, perlur og fleira
bera vitni um skrautgirni kirkjunnar manna og fjárráð auk þeirra alþjóðlegu
sambanda sem kirkjan hafði einmitt til allra átta. Þá eru munir til daglegra
n°ta, s.s. vaðmálspjötlur, pípubrot, mannbroddar og margt fleira. Allt tíund-
°8 greint sennilega en hins vegar skortir hér úrvinnsluna sem var að finna
Ld. í Kumlum og haugfc þar sem allt var tekið saman, flokkað og túlkað. Þá
eru myndir oft dökkar (t.d. bls. 76 og 79) þó flestar séu skýrar og auðvelt að
lesa úr mynstrum.
Síðan kemur úttekt Kristjáns á legstöðum öðrum en legstað Páls biskups
en um hann er sérstök umfjöllun. Nú vantar fátt upp á nákvæmnina og fylgir
með nákvæmt yfirlit um fundarstaði og hvað tilheyrði hverjum, auk væn-
legrn uppdrátta og í lokin úrvinnsla og samantekt á ýmsu sem fannst. Lesn-
•ngin er hin fróðlegasta og má segja að þarna njóti Kristján sín vel, þar sem
tann nær að tengja minjar við mannanöfn á vísindalegan hátt. í kafla um
8róf Páls biskups Jónssonar fer frásögn hins vegar nokkuð á skjön og fær
®agan nokkurn helgisögublæ þó erfitt sé að hafna því að menn hafi orðið
ynr sérstakri upplifun daginn sem steinþró Páls var opnuð. En heldur fór
ytir brjóst mér Iokasetning dagbókarfærslu Kristjáns á bls. 148 „og við glödd-
nmst allir yfir því sem við höfðum séð". En síðan er vel unnið úr og gengið
ra hnútum á vísindalegan hátt.
Lokakafli þessa bindis er um líkamsleifar og var ritaður af Jóni Steffenssen
Sem sjálfsagt var sá íslenskra lækna sem helst sýndi þessum vísindum áhuga.