Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Qupperneq 10
leiKSKÓlaStarf af SJÓnarHÓli foreldra
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 19(1–2)/201010
Mabry, 2001; Sheridan, 2007). Katz hefur kynnt fimm ólík sjónarhorn við að meta gæði
leikskólastarfs. Í fyrsta lagi sjónarhorn fullorðinna (e. top-down perspective), en þá eru
einkenni starfsins metin út frá viðhorfum hinna fullorðnu sem bera ábyrgð á leikskól-
anum. Önnur leið er að meta starfið út frá sjónarhóli foreldra með því að reyna að komast
að því hvaða sýn foreldrar hafa á leikskólastarfið (e. outside-inside perspective).
Þriðja sjónarhornið er mat starfsfólksins (e. inside perspective). Fjórða sjónarhornið
beinist að því hvernig samfélagið sér um uppeldi og menntun barna og hvernig búið
er að skólunum og starfsfólki þeirra (e. outside perspective). Fimmta aðferðin er að
skoða leikskólastarf með augum barnanna (e. bottom-up perspective).
Í þeirri rannsókn sem hér verður kynnt voru gæði í leikskólastarfi skoðuð af sjónar-
hóli foreldra leikskólabarna í Reykjavík sem voru að ljúka leikskóladvölinni. Sjónum
er hér annars vegar beint að viðhorfum foreldranna til hlutverks leikskólans og til þess
hvað börn eigi að læra í leikskóla og hins vegar að samstarfi leikskólans við heimilin
og foreldrana.
Hlutverk leikskóla
Þó að gæði í leikskólastarfi séu háð menningu, aðstæðum, tíma og hagsmunaðilum
hverju sinni hafa rannsóknir sýnt að litið er á ákveðna þætti og gildismat, sem tengist
hagsmunum og vellíðan barna, sem gæðaviðmið enda mynda þeir grunn að námskrám
og leikskólastarfi víða um lönd. Þegar námskrár í Reggio Emilia á Ítalíu, Experiential
Education í Belgíu, High/Scope í Bandaríkjunum, TeWhariki á Nýja Sjálandi og aðal-
námskrá leikskóla í Svíþjóð voru bornar saman komu í ljós sameiginleg grunnviðhorf
sem byggjast á þekkingu á námi barna og þroska og alþjóðlegum samþykktum um
réttindi barna. Í öllum námskránum er litið á börn sem hæf, einstök og með eigin rétt
og því beri að umgangast þau með virðingu. Börn eiga að fá tækifæri til að vera virk
og byggja upp þekkingu, ígrunda og tjá eigin skilning á heiminum. Áhersla er einnig
lögð á samskipti við önnur börn og fullorðna. Gæði í leikskólastarfi eru einnig talin
háð því að kennari sé faglega hæfur og geti ýtt undir áhuga barnanna og hvatt þau til
að spyrja spurninga (Pramling Samuelsson, Sheridan og Williams, 2006).
Í ítarlegri úttekt á gæðum í leikskólum í Englandi (Siraj-Blatchford, Sylva, Muttock,
Gilden og Bell, 2002) kom fram hversu mikilvæg samskipti fullorðinna og barna eru.
Styðjandi samskipti (e. sustained shared thinking) milli barns og athuguls fullorðins
telja höfundar forsendu fyrir því að nám eigi sér stað hjá börnum. Þá styður hinn full-
orðni við sjálfsprottin verkefni barnanna og samskipti og sameiginlega taka fullorðnir
og börn þátt í mótun þekkingar, merkingar og skilnings auk þess sem hinn fullorðni
útskýrir og spyr opinna spurninga sem örva hugsun barnanna og nám. Í úttektinni
kom í ljós að börn voru oftast í litlum hópum í leikskólanum, en styðjandi samskipti
fóru aðallega fram í samskiptum milli einstakra barna og fullorðinna. Valfrjáls verk-
efni gáfu fullorðnum flest tækifæri til að örva og efla hugsun barnanna. Höfundar
komast að þeirri niðurstöðu að í leikskólastarfi sé heillavænlegast að blanda saman
annars vegar frjálsum leik og hins vegar hópastarfi þar sem meiri áhersla er lögð á
beina kennslu.
Í nýlegri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) (2006) eru leik-