Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Page 10

Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Page 10
leiKSKÓlaStarf af SJÓnarHÓli foreldra Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 19(1–2)/201010 Mabry, 2001; Sheridan, 2007). Katz hefur kynnt fimm ólík sjónarhorn við að meta gæði leikskólastarfs. Í fyrsta lagi sjónarhorn fullorðinna (e. top-down perspective), en þá eru einkenni starfsins metin út frá viðhorfum hinna fullorðnu sem bera ábyrgð á leikskól- anum. Önnur leið er að meta starfið út frá sjónarhóli foreldra með því að reyna að komast að því hvaða sýn foreldrar hafa á leikskólastarfið (e. outside-inside perspective). Þriðja sjónarhornið er mat starfsfólksins (e. inside perspective). Fjórða sjónarhornið beinist að því hvernig samfélagið sér um uppeldi og menntun barna og hvernig búið er að skólunum og starfsfólki þeirra (e. outside perspective). Fimmta aðferðin er að skoða leikskólastarf með augum barnanna (e. bottom-up perspective). Í þeirri rannsókn sem hér verður kynnt voru gæði í leikskólastarfi skoðuð af sjónar- hóli foreldra leikskólabarna í Reykjavík sem voru að ljúka leikskóladvölinni. Sjónum er hér annars vegar beint að viðhorfum foreldranna til hlutverks leikskólans og til þess hvað börn eigi að læra í leikskóla og hins vegar að samstarfi leikskólans við heimilin og foreldrana. Hlutverk leikskóla Þó að gæði í leikskólastarfi séu háð menningu, aðstæðum, tíma og hagsmunaðilum hverju sinni hafa rannsóknir sýnt að litið er á ákveðna þætti og gildismat, sem tengist hagsmunum og vellíðan barna, sem gæðaviðmið enda mynda þeir grunn að námskrám og leikskólastarfi víða um lönd. Þegar námskrár í Reggio Emilia á Ítalíu, Experiential Education í Belgíu, High/Scope í Bandaríkjunum, TeWhariki á Nýja Sjálandi og aðal- námskrá leikskóla í Svíþjóð voru bornar saman komu í ljós sameiginleg grunnviðhorf sem byggjast á þekkingu á námi barna og þroska og alþjóðlegum samþykktum um réttindi barna. Í öllum námskránum er litið á börn sem hæf, einstök og með eigin rétt og því beri að umgangast þau með virðingu. Börn eiga að fá tækifæri til að vera virk og byggja upp þekkingu, ígrunda og tjá eigin skilning á heiminum. Áhersla er einnig lögð á samskipti við önnur börn og fullorðna. Gæði í leikskólastarfi eru einnig talin háð því að kennari sé faglega hæfur og geti ýtt undir áhuga barnanna og hvatt þau til að spyrja spurninga (Pramling Samuelsson, Sheridan og Williams, 2006). Í ítarlegri úttekt á gæðum í leikskólum í Englandi (Siraj-Blatchford, Sylva, Muttock, Gilden og Bell, 2002) kom fram hversu mikilvæg samskipti fullorðinna og barna eru. Styðjandi samskipti (e. sustained shared thinking) milli barns og athuguls fullorðins telja höfundar forsendu fyrir því að nám eigi sér stað hjá börnum. Þá styður hinn full- orðni við sjálfsprottin verkefni barnanna og samskipti og sameiginlega taka fullorðnir og börn þátt í mótun þekkingar, merkingar og skilnings auk þess sem hinn fullorðni útskýrir og spyr opinna spurninga sem örva hugsun barnanna og nám. Í úttektinni kom í ljós að börn voru oftast í litlum hópum í leikskólanum, en styðjandi samskipti fóru aðallega fram í samskiptum milli einstakra barna og fullorðinna. Valfrjáls verk- efni gáfu fullorðnum flest tækifæri til að örva og efla hugsun barnanna. Höfundar komast að þeirri niðurstöðu að í leikskólastarfi sé heillavænlegast að blanda saman annars vegar frjálsum leik og hins vegar hópastarfi þar sem meiri áhersla er lögð á beina kennslu. Í nýlegri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) (2006) eru leik-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.