Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Side 11

Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Side 11
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 19(1–2)/2010 JÓHanna e inarSdÓtt i r 11 skólastefnur flokkaðar í tvennt: félags-uppeldislega leið (e. social pedagogy approach) og forskólaleið (e. preprimary approach). Sú fyrrnefnda, sem er ríkjandi á Norður- löndum, lítur á leikskólaárin sem sérstakt æviskeið og fyrsta hluta af ævimenntun einstaklingsins. Lögð er áhersla á almennar þroskaþarfir ungra barna og vellíðan og byggt á áhuga þeirra og löngun til að læra. Forskólaleiðin er algengari t.d. í Banda- ríkjunum og Bretlandi, þar sem áhersla er lögð á að kenna námsgreinar og hæfni sem gagnast börnunum í grunnskólanum. Gera má ráð fyrir að gæði í leikskólastarfi skv. skilgreiningu íslenskra yfirvalda felist í þeim þáttum sem settir eru fram í lögum og Aðalnámskrá leikskóla. Þær áherslur eru í samræmi við norrænu félags-uppeldisleiðina. Skv. 2. grein laga um leikskóla er megin- markmið uppeldis og kennslu í leikskóla að fylgjast með og efla alhliða þroska barna í samvinnu við foreldra, örva málnotkun og stuðla að færni í íslensku, hlúa að börnum andlega, vitsmunalega og líkamlega í samræmi við þarfir hvers og eins svo að börnin fái notið bernsku sinnar, stuðla að víðsýni barna og efla siðferðisvitund þeirra, leggja grundvöll að því að börn verði sjálfstæðir, virkir og ábyrgir þátttakendur í lýðræðis- þjóðfélagi, rækta hæfileika barna til tjáningar og sköpunar, styrkja sjálfsmynd þeirra, heilbrigðisvitund, öryggi og hæfni til mannlegra samskipta (Lög um leikskóla nr. 90/2008). Í núgildandi Aðalnámskrá leikskóla er áhersla lögð á að stuðla að alhliða þroska barnsins og leitast við að efla heilbrigða lífshætti, lífsviðhorf og sjálfstraust. Leikskólastarf skal einkennast af skapandi starfi, leik og uppgötvunarnámi í barna- hópnum. Tekið er fram að leikskólakennari skuli fylgjast með leik barna og örva eða taka þátt í leiknum á forsendum barnanna (Menntamálaráðuneytið, 1999). Rannsóknir í íslenskum leikskólum sýna verulegan samhljóm við þá stefnu sem birtist í lögum og aðalnámskrá. Íslenskir leikskólakennarar leggja áherslu á félagslega þætti, óformlega kennslu í gegnum leik og skapandi starf (Jóhanna Einarsdóttir, 2001; Jóhanna Einarsdóttir og Kristín Karlsdóttir, 2005). Nýlegar rannsóknir benda einnig til þess að leikskólakennarar séu á ákveðnum krossgötum og velti mikið fyrir sér hlut- verki sínu og námskrá leikskóla (Jóhanna Einarsdóttir, 2003). Viðhorfum íslenskra leikskólakennara til leikskólastarfs hefur verið skipt í þrennt (Jóhanna Einarsdóttir, 2006). Í fyrsta hópnum eru þeir sem leggja áherslu á leikskólaárin sem tíma leiks og þroska. Því beri leikskólum að leggja áherslu á umönnun og félags- og tilfinninga- legan stuðning. Í öðrum hópnum eru þeir sem leggja áherslu á leikskólann sem fyrsta stig formlegs náms þar sem kennarar sjá um að börn læri það sem þau þurfa að læra á þessu viðkvæma aldursstigi. Þriðji hópurinn lítur á umönnun og kennslu sem sam- þætt fyrirbæri og nauðsynleg til að tryggja börnum reynslu sem þau geta nýtt sér í framtíðinni. Rannsóknir á viðhorfum íslenskra foreldra til leikskólans eru fremur fáar ef frá eru taldar kannanir sem gerðar eru reglulega á vegum sveitarfélaga og annarra rekstrar- aðila leikskólanna. Í viðhorfakönnun meðal foreldra í Reykjavík kom fram almenn ánægja foreldra með leikskóla barna sinna. Miðað við umræðuefni í foreldraviðtölum virðist megináhersla vera lögð á samskipti barnanna við önnur börn og þroska barnanna og líðan (Reykjavíkurborg, Leikskólasvið, 2007). Í viðtalskönnun meðal foreldra í Reykjavík lýstu nær allir þátttakendur yfir mikilli ánægju með leikskóla barna sinna. Helstu rökin fyrir því að foreldrar voru ánægðir með leikskólann var að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.