Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Side 35

Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Side 35
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 19(1–2)/2010 35 frey Ja B i rg iSdÓtt i r annars í því að börn fara smám saman að skilja að tilteknir hlutar orða (t.d. endingar) hafi ákveðinn tilgang og geta í vaxandi mæli áttað sig á því hvernig tvö eða fleiri orð eru merkingarlega skyld. Þegar börn til dæmis búa til orð eins og „einfælin“ eða halda því fram að ókunnugt orð eins og „neli“ hljóti að vera nafn á strák frekar en stelpu því það endar á „i“ (Indriði Gíslason, Sigurður Konráðsson og Benedikt Jóhannesson, 1986) gefur það vísbendingu um að þau séu að einhverju marki farin greina orð niður í smærri merkingarbærar einingar. Áhrif orðhlutavitundar á orðaforða byggjast á því að orðhlutar eru grunnurinn í orðmyndun. Ef börn geta brotið orð upp í orðhluta og gert sér grein fyrir hvaða þýð- ingu hver orðhluti hefur fyrir merkingu orðsins í heild, ættu þau mögulega að geta fundið út hvað orð þýðir sem þau hafa aldrei séð áður. Fyrsta skrefið í þá átt væri til dæmis að geta brotið upp samsett orð (hesta-maður, snjó-karl, myrk-fælin), en aðrir möguleikar fælust meðal annars í því að átta sig á merkingarlegu hlutverki forskeytis eins og til dæmis „ó“ (fært – ófært, málað – ómálað), sameiginlegri rót orða (vit, vitleg, vitlegur, vitneskja, vitsmunir, vitlaus) og hlutverki viðskeyta (t.d.-ari). Meginatriðið er að börn átti sig á því að orð er oft hægt að brjóta upp í minni merkingarbærar einingar og að sú aðferð hjálpar þeim til þess að skilja hvað þau þýða (Nunes og Bryant, 2006). Rannsóknir á orðhlutavitund Ein frægasta rannsóknin sem gerð hefur verið á orðhlutavitund barna er rannsókn Jean Berko (1959). Tilgangur hennar var að kanna getu 4–7 ára barna til þess að laga ókunnug orð (í þessu tilfelli bullorð) að beygingar- og orðmyndunarreglum tungumálsins. Í þekktustu útgáfu verkefnisins sem Berko lagði fyrir sýndi hún enskumælandi börnum mynd af fyrirbæri sem hún kallaði „wug”. Hún sýndi þeim svo aðra mynd af sama fyrirbæri og sagði: „Sjáið, hérna er önnur. Þær eru tvær. Það eru tvær…”. Verkefni barnanna var að bæta fleirtöluendingunni „s“ aftan við nafn fyrirbærisins og segja það í fleirtölu (wugs). Börnin voru einnig beðin um að bæta annars konar beygingar- endingum aftan við bullorðin (t.d. þátíðar- eða eignarfallsendingum), búa til samsett orð (t.d að segja hvað hús sem „wug“ byggi í kallaðist) eða nýtt orð á grunni annars (t.d. að búa til orðið „zibber“ úr orðinu „zib“). Hugmyndin að baki verkefninu er sú að þar sem börnin vinna með bullorð sé útilokað að þau einfaldlega muni rétta orðmynd. Eina leiðin til þess að leysa verkefnið rétt sé því að styðjast við þær reglur og hefðir sem gilda um beygingar og orðmyndanir í tungumálinu. Börnunum hjá Berko gekk nokkuð vel með einfaldar beygingarendingar – jafn- vel leikskólabörnin gátu breytt „wug“ í „wugs“ eða „rick“ í „ricked“. Um leið og breytingin aftur á móti fólst í flóknari aðgerð, eins og til dæmis hljóðbreytingu eða að skeyta fleiri en einu hljóði aftan við bullorðið, gekk þeim mun verr. Orðmyndanirnar voru jafnvel enn erfiðari. Ekkert barnanna sagði til dæmis að hundur sem hefði „quirks“ á sér væri „quirky dog“ og aðeins 11% þeirra sögðu að maður „whose job is to zib“ kallaðist „zibber“ (Berko, 1959). Niðurstöður Berko benda því til þess að þó börn á mörkum leik- og grunnskólaaldurs hafi einhverja hugmynd um hlutverk beygingarendinga og geti lagað ókunnug orð að einföldum beygingarreglum sé
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.