Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Qupperneq 36

Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Qupperneq 36
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 19(1–2)/201036 KennSla Um orðHlUta eyKUr orðSKilning nemenda á yngSta Stigi grUnnSKÓlanS skilningur þeirra á þessari hlið tungumálsins enn talsvert brotakenndur. Orðhlutar sem tengjast orðmyndun virðast valda enn meiri erfiðleikum. Fjöldi nýrri rannsókna hefur staðfest þessar niðurstöður Berko og sýna að þótt ein- hverjar vísbendingar um orðhlutavitund barna komi fram á leikskólaaldri þroskast hún að mestu leyti á grunnskólaárunum. Í rannsókn Nunes, Bryant og Bindman (1997), til dæmis, var hópur sjö til níu ára barna beðinn um að leysa verkefni sem fólst í því að hlusta á tvær brúður tala saman. Önnur þeirra sagði stutta setningu (t.d. Tommi sér Mæju) en hin leiðrétti setninguna með því að breyta tíð sagnarinnar (Nei, Tommi sá Mæju). Börnin voru því næst beðin um að bregða sér í hlutverk seinni brúð- unnar og leiðrétta fleiri setningar á samsvarandi hátt. Í annarri útgáfu verkefnisins voru orðin sögð án setningarlegs samhengis og breytingarnar sem börnin þurftu að gera voru fjölbreyttari, eins og t.d. að breyta nafnorði í lýsingarorð (styrkur – sterk: reiði -………..) eða sögn í nafnorð (kenna – kennari: mála – ………). Til þess að leysa þessi verkefni rétt þurftu börnin því bæði að gera sér grein fyrir í hverju breytingin á orðunum var fólgin og yfirfæra hana á önnur samsvarandi orðapör. Yngstu börnin áttu í miklum erfiðleikum með bæði verkefnin og tókst aðeins að gefa rétt svar í 13% tilvika þegar orðin voru sögð án samhengis og í 21% tilvika þegar orðin voru partur af setningu. Eldri börnunum gekk mun betur; hlutfall réttra svara hjá átta ára börnunum til dæmis var 38% og 63% í sömu verkefnum. Þessar og aðrar samsvarandi niðurstöður benda því til þess að þó að börn á leikskólaaldri og í fyrsta bekk grunnskólans eigi auðvelt með að nota flóknar beygingarmyndir og afleidd orð í daglegu máli eigi þau samt mjög erfitt með að brjóta orð niður í slíkar einingar eða velta þessari hlið tungumálsins fyrir sér á meðvitaðan hátt (Carlisle og Nomanbhoy, 1993; Nunes, Bryant og Bindman, 1997). Aðeins tvær rannsóknir hafa verið gerðar á orðhlutavitund íslenskra barna. Indriði Gíslason, Sigurður Konráðsson og Benedikt Jóhannesson (1986) notuðu sömu aðferð og beitt var í rannsókn Berko til þess að kanna fleirtölumyndun hjá fjögurra og sex ára íslenskum börnum. Líkt og Berko fundu þeir út að þegar myndun fleirtölu fólst í tiltölulega einfaldri aðgerð, eins og að skipta einni beygingarendingu út fyrir aðra (t.d. að breyta hundur í hundar) gekk báðum hópum nokkuð vel. Sex ára börnunum gekk einnig ágætlega þegar breytingin fólst í hljóðbreytingu einni og sér, en þau lentu aftur á móti í talsverðum erfiðleikum þegar fleirtölumyndunin fólst í tveimur aðgerðum, það er að segja í hljóðbreytingu í stofni og að breyta endingu orðsins. Í rannsókn Röndu Mulford (1983) var skilningur barna á orðmyndun kannaður. Þátttakendur voru 48 börn á aldrinum þriggja til sex ára sem ýmist voru beðin um að breyta sögnum í nafnorð með því að bæta viðskeytinu –ari aftan við þær eða að breyta nafnorði í sögn með því að taka sömu endingu burt. Aðferðin fólst í að sýna börnunum myndir og segja: „Hérna er mynd af manni sem er að banka. Hvað getum við kallað svona mann? (rétt svar: bankari)“ eða „Hérna er mynd af tæki sem heitir leikari. Hvað er það að gera? (rétt svar: leika)“. Börnunum gekk í flestum tilfellum vel að svara báðum spurningum, en meðalhlutfall réttra svara var á bilinu 81 til 98%. Þessar niðurstöður eru ekki fyllilega í samræmi við niðurstöður þeirra erlendu rann- sókna sem ræddar voru hér að framan, en samkvæmt þeim eiga börn á leikskólaaldri yfirleitt erfitt með að leysa verkefni sem krefst þekkingar á orðmyndun. Ein möguleg
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180
Qupperneq 181
Qupperneq 182
Qupperneq 183
Qupperneq 184
Qupperneq 185
Qupperneq 186
Qupperneq 187
Qupperneq 188
Qupperneq 189
Qupperneq 190
Qupperneq 191
Qupperneq 192
Qupperneq 193
Qupperneq 194
Qupperneq 195
Qupperneq 196
Qupperneq 197
Qupperneq 198
Qupperneq 199
Qupperneq 200
Qupperneq 201
Qupperneq 202
Qupperneq 203
Qupperneq 204
Qupperneq 205
Qupperneq 206
Qupperneq 207
Qupperneq 208
Qupperneq 209
Qupperneq 210
Qupperneq 211
Qupperneq 212
Qupperneq 213
Qupperneq 214
Qupperneq 215
Qupperneq 216
Qupperneq 217
Qupperneq 218
Qupperneq 219
Qupperneq 220

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.