Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Page 75

Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Page 75
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 19(1–2)/2010 75 m a r Í a S t e i n g r Í m S d Ót t i r vald og sjálfstæði kennara minnkar. Meiri áhersla sé nú lögð á heildarskipulag skóla- starfs, samræmingu milli kennara og að hagsmunir nemenda séu hafðir í hávegum. Enn fremur að kennarar vinni meira saman sem eitt lið að íhugun starfsins í því augnamiði að bæta það. Því er starfsumhverfi kennara talið mikilvægt þegar hugað er að starfsþroska og eflingu fagvitundar þeirra og fagmennsku. Weiss (1999) telur að vinnuumhverfi og stofnanamenning hvers skóla geti haft mikil og mótandi áhrif á það hver reynsla nýliða verður í upphafi og hvernig honum gengur að þroskast í starfi. Í hugmyndum sínum styðst Weiss við fjölda rannsókna frá Bandaríkjunum um starfs- umhverfi kennara og telur hún að vísbendingar séu um að kennarar sem hætta fljótt störfum geri það vegna þess að vinnuumhverfið hafi ekki staðist væntingar þeirra, svo sem hvað varðar stefnu skólans, skipulag og samvinnu starfsmanna. Weiss telur einnig að það skipti kennara verulegu máli hvernig búið sé að námsumhverfi nemenda. Mjög svipaðar ályktanir er að finna hjá Johnson og Birkeland (2003) þar sem þær segja að gott vinnuumhverfi geti dregið verulega úr óvissu og óöryggi kennara og aukið líkur á að þeir nái betri tökum á kennarastarfinu. Þær segja vinnuumhverfi kennara spanna marga þætti skólastarfs, allt frá húsgögnum og öðrum búnaði skóla til hæfni skólastjórnenda og þeirra tækifæra sem starfsmenn fá til endurmenntunar og starfsþróunar. Ef flestir þessara þátta falla að óskum kennara er líklegt að þeir verði sáttir og starfsánægja meiri. Johnson og Birkeland nefna enn fremur aðstæður sem eru líklegar til að draga úr starfsánægju kennara. Þar nefna þær t.d. mikið vinnu- álag, stjórnendur sem hafa lítinn áhuga á þróunarvinnu og einnig lélegan tæknilegan aðbúnað við kennslu eða undirbúning hennar. Slíkar vinnuaðstæður telja þær að geti ýtt undir óöryggi og óvissu í starfi kennara. Fræðimenn sem fjallað hafa um gildi forystu skólastjórnenda telja margir að eitt af mikilvægustu hlutverkum þeirra sé að sýna hæfni í samskiptum við fólk, hvort heldur það eru kennarar, nemendur eða annað starfsfólk innan stofnananna (Leithwood, Harris og Hopkins, 2008; Sergiovanni, 2009). Þeir segja að það sé hlutverk þeirra að tryggja starfsþróun og stuðla að starfsþroska og -ánægju starfsmanna. Auk þess þurfi þeir að leggja rækt við félagsleg og persónuleg samskipti og vera tilbúnir að bregðast við árekstrum og ágreiningi sem upp kann að koma. Þeir þurfi enn fremur að vera sýnilegir í öllu starfi skóla og fylgjast með starfi kennara og nemenda í skólastofum sem utan þeirra. Þeir þurfi að vekja áhuga kennara og annarra starfsmanna á að auka þekkingu sína og færni, vera styðjandi og leiðbeinandi, veita verkum starfsmanna athygli og umbuna fyrir vel unnin verk. Á þann hátt stuðli þeir að samheldni og skuldbindingu starfsfólks við markmið og stefnu skóla sinna. Fullan bendir á það í viðtali við Sparks (2003) að innan skóla þurfi að hrinda úr vegi öllum menningarlegum og skipulagslegum hindrunum til að geta stutt við faglegan þroska kennara. Hann bendir á að skólastjórnendur ættu að leggja áherslu á mikilvægi þess að kennarar sæki sér endurmenntun og þeir þurfi að hjálpa kennurum að skilja að aukin og ný þekking á námi og kennslu stuðli að meiri hæfni þeirra sem kennara og sé fagleg reynsla sem fylgi þeim alla starfsævina. Góð samvinna í skólum snúist um að virkja alla til þátttöku, tryggja að allar raddir heyrist og hjálpa nemendum að læra (Sparks, 2003). Í nýlegum íslenskum rannsóknum á starfi skólastjórnenda kemur fram að vilji
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.