Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Page 80

Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Page 80
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 19(1–2)/201080 „nú veit maðUr ef ti l vill út á Hvað Starfið gengUr“ Fram kom að þurfi að leita til stjórnenda varðandi t.d. erfið nemendamál sé yfirleitt tekið vel í málin en tveir af viðmælendunum töldu beinlínis að stjórnendur vildu sem minnst vita af slíkum málum. Dóra sagði að svo virtist sem þeir „… væru alltaf að flýta sér“ þegar slík mál bæri á góma og Elín sagði: „Ég leita sjaldnast til skólastjórans, fyrst ræði ég við samkennara minn og ef ég þarfnast meiri aðstoðar þá fer ég til stig- stjórans, sem ég hef átt gott samstarf við, og ef það nægir ekki þá liggur leiðin til skólastjórans.“ Kennararnir telja stjórnendur fremur spara á endurgjöf eða hrós og einn taldi jafn- vel að þeir þyrftu að frétta af einhverju í gegnum foreldra áður en þeir veittu hrós fyrir vel unnið verk. Það sé þar með að mestu þeirra eigin faglegi metnaður sem hvetur þá áfram í starfi ásamt samstarfi við samkennara og hvatningu frá þeim. Stjórnendur séu fremur fjarlægir því sem fram fer í skólastofunni. Anna tók dæmi frá sínum stjórn- anda sem notar mikið tölvupóst til samskipta við kennara sína: „… svo endar hann alltaf póstinn á því að segja hversu frábær við erum. En þar sem hann kemur nánast aldrei inn í kennslustund þá finnst mér svona hrós missa mark sitt. Hrós þarf að hafa inntak.“ Með aukinni reynslu og vaxandi sjálfsöryggi segjast kennararnir vita betur hvert þeir eiga að snúa sér með einstök mál og eiga auðveldara með að leita með erindi sín til stjórnenda. Þeir segjast vera komnir betur inn í verkaskiptingu og boðleiðir innan skólanna. Skoðun Önnu er: „… það tók mig alveg tvö ár að komast inn í skólann, maður þarf nefnilega sko að átta sig á því hvernig skólinn vinnur.“ Dóru var einnig tíðrætt um það hvernig sjálfsöryggið hefur aukist með árunum og sagði: „Með hverju árinu vex maður sem kennari og er tilbúinn að gera eitthvað nýtt. Eins er ég tilbúin að segja mínar skoðanir á fundum og við samstarfsfólk og fara eftir þeim. Á fyrsta ári sagði ég fátt á fundum og gerði mikið til það sama og hinir. Í dag er ég óhrædd við að segja skoðanir mínar …“. Þegar kennararnir voru spurðir um framboð á formlegri endurmenntun, t.d. nám- skeið eða fræðslufundi, voru þeir sammála um að þeir fengju ekki mikla hvatningu frá skólastjórnendum til að sækja slíkt nema það væri á vegum skólans sjálfs og innan endurmenntunaráætlunar hans. Þeir sögðu að námskeið sem sett væru í endurmennt- unaráætlanir skólanna og stæðu kennurum til boða á starfsdögum skóla eða í tengslum við þróunarverkefni væru oft námskeið sem höfðuðu til breiðs hóps kennara og því væri ekki mikið um sérhæfð námskeið og þau féllu því ekki alltaf að þörfum ein- stakra kennara. Þeir óskuðu eftir sérhæfðari námskeiðum. Freyja hafði þetta að segja um hvatningu stjórnenda til að sækja námskeið eða fræðslufundi: „Skólastjórinn eða aðstoðarskólastjórinn senda stundum tölvupóst á alla starfsmenn skólans og segja frá námskeiði eða [fræðslu-]fundi sem í boði eru. Ekkert meira, það er auðvelt að gleyma svona tilkynningum.“ Varðandi lestur fræðilegra greina eða bóka um menntamál eða í tengslum við starfið sögðu viðmælendur hann vera lítinn og ef þeir lesa fræðilegar greinar yfirleitt sögðust þeir helst sækja þær á netið. Undantekning var þó á þessu hjá þeim tveimur kennurum sem komnir eru í framhaldsnám. Þrír af viðmælendum hrósuðu því fyrirkomulagi sem tíðkast hefur í bæjarfélögum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.