Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Síða 94

Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Síða 94
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 19(1–2)/201094 trú á eigin færni og Hvati t i l námS Einnig hefur verið sýnt fram á þörf margra unglinga í bandarískum skólum fyrir að tilheyra og passa inn í hópinn. Félagarnir vega jafnvel þyngra en foreldrar og kennarar (Aronson og Steele, 2005). Aðrar rannsóknir staðfesta á hinn bóginn að þó svo að álit vinahópsins sé unglingum mikils virði þýði það ekki að áhrif foreldra séu þeim minna virði en áður (Harter, 1999). Á þeim tímamótum þegar unglingar flytjast á milli skólastiga standa þeir frammi fyrir margs konar freistingum og tækifærum. Sumir, og reyndar margir, öðlast sína fyrstu reynslu af fyrirbærum eins og áfengis- og/eða vímuefnaneyslu og kynlífi um þetta leyti. Sumir laðast að áhættuhegðun á meðan aðrir hafna henni eða líta á slíkt sem tilraunir og reynslu sem styrki þá jafnvel til framtíðar litið. Miðskólar (e. middle schools) í Bandaríkjunum hafa, í samanburði við barnaskóla (e. elementary schools), verið gagnrýndir fyrir mikla skriffinnsku, ópersónulegt and- rúmsloft og lítið samband milli kennara og nemenda (Hoy og Davis, 2006). Nemendur sem hver kennari hefur innan vébanda sinna (e. student-teacher ratio) verða fleiri og tengsl þeirra við nemendur verða af þeim sökum minni. Nemendur fá í auknum mæli á tilfinninguna að þeir séu aðeins nafnlausir einstaklingar í augum kennara og einnig gagnvart öðrum nemendum. Til samanburðar má geta þess að í áfangakerfi því sem tíðkast í flestum íslensk- um framhaldsskólum eru bekkjarkennarar ekki lengur til staðar, heldur einvörðungu kennarar sem kenna sérstakar greinar. Einn og sami kennarinn, til dæmis í íslensku eða stærðfræði, kennir jafnvel allt upp í fimm mismunandi hópum yfir daginn, jafnvel 150 nemendum. Minni tengsl og stuðningur eru talin hafa neikvæð áhrif á nemendur í áhættuhópi; sem verður til þess að þeir hætta í skólanum, þeim líður illa og eiga jafn- vel á hættu að leita í óæskilega hegðun eða félagsskap (Hoy og Davis, 2006). Gerðar hafa verið ýmsar umbætur í miðskólum í Bandaríkjunum í því skyni að milda breytinguna milli grunnskóla og framhaldsskóla (Wigfield og Tonks, 2002). Ein meginbreytingin var fólgin í því að brjóta upp skipulag hefðbundinnar kennslu á þann hátt að kennarar í tilteknum greinum voru látnir verja meiri tíma með hópum sínum til þess að mynda sterkari tengsl og kynnast nemendum betur. Þetta fyrirkomulag gaf tækifæri til að kenna greinar þemabundið og þverfaglega. Einnig var lögð áhersla á að kennarar gætu verið leiðbeinendur og ráðgjafar þannig að nemendur gætu myndað persónuleg tengsl við fullorðna aðra en foreldra sína. Í þriðja lagi voru stofnaðir skólar innan skólans, sérstakir hópar nemenda til þess að takast í sameiningu á við námið og kynnast innbyrðis. Minna þessar breytingar sem Wigfield og Tonks (2002) draga upp mynd af á margt af því sem gert hefur verið í VMA til þess að auðvelda nýnemum að laga sig að nýjum skóla þar sem fyrir eru á annað þúsund nemendur í geysistóru húsnæði þar sem jafnframt er að finna afar fjölbreytt námsframboð. Lagt hefur verið kapp á að gera umhverfið eins persónulegt og kostur er. Má í því sambandi nefna sérstakan stuðning skólans við félagslíf nemenda, áherslu á námsráðgjöf og umsjón með yngstu nem- endunum og þátttöku foreldra í skólastarfinu. Þetta hefur verið gert í þeirri von að nemendur finni að reynt sé að styðja við bakið á þeim, þeir séu í góðum tengslum við félaga sína og starfsfólk skólans og þeim gefið tækifæri til að sýna færni sína og gera sitt besta.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.