Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Page 108

Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Page 108
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 19(1–2)/2010108 trú á eigin færni og Hvati t i l námS Allir nema einn gátu státað af góðum vinahópi sem hafði gert þeim unglingsárin ánægjulegri. Vinirnir höfðu reynst hver öðrum vel og verið til staðar bæði í skóla og einkalífi. Námsleg staða vinanna virtist ekki hafa haft neitt að segja um gengi þátttak- enda í skólanum nema í tilviki eins, sem hvað verst stóð við upphaf skólagöngunnar í VMA. Góð staða þeirra hafði jákvæð áhrif á hann. Í öllum tilvikum var um eðlilega og heilbrigða unglinga að ræða, eftir því sem best verður séð, þó að einelti hafi markað þrjá þeirra þannig að skugga bæri á. Fram kemur að allir þátttakendurnir voru þeirrar skoðunar að einstakir kennarar hefðu náð betra sambandi við þá en aðrir og nefndu í sumum tilvikum jafnvel marga. Undantekningalítið nefna þeir kennara sem hjálpuðu þeim, hvöttu þá áfram, fóru hæfilega hratt yfir, gerðu að þeirra dómi sanngjarnar kröfur, voru skemmtilegir og spjölluðu við nemendur. En jafnvel þó að kennarar virðist hafa staðið sig með prýði og tekist að laða fram bæði áhuga og hæfileika meðal þátttakenda, í einhverjum greinum að minnsta kosti, tímabundið, kom það ekki í veg fyrir að sumir hættu í skólanum. Þeir hafa engu að síður blásið öðrum kapp í kinn og átt þátt í því að viðkomandi misstu ekki móðinn. Að fá annað tækifæri Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess að námsúrræði skólans hafi ekki dugað til þess að koma í veg fyrir að sex úr hinum tíu manna hópi hættu í skólanum án þess að ljúka skilgreindum lokaprófum. Einnig kemur fram að þó svo að sitthvað hafi verið gert til þess að hvetja þá og koma til móts við þarfir þeirra hafi áhugi á námi ekki verið nægilega mikill til þess að tekist hafi að koma í veg fyrir að þeir gæfu nám upp á bátinn og héldu út í atvinnulífið. Hinir fjórir héldu áfram, tveir voru ennþá í skólanum þegar rannsóknin var gerð en tveir höfðu brautskráðst með góðum árangri. Meðal þessara fjórmenninga er aðeins einn þátttakandi sem ekki virðist hafa átt við námsörðugleika að stríða á borð við les- blindu og/eða ofvirkni og athyglisbrest. Það sem sameinar þennan hluta hópsins er trú á eigin færni og hvati til náms. Þar af eru tveir, sem alltaf hafa haft trú og áhuga. Hinir tveir voru hins vegar harla vonlitlir þegar þeir hófu skólagöngu í VMA. Í öðru tilvikinu gerðu mikil hvatning og gott gengi í verklegum greinum og fögum þeim tengdum gæfumuninn. Í hinu gerði nemandinn hlé á námi sínu en hóf það að nýju við breyttar aðstæður og eftir að hafa öðlast meiri þroska, fengið áhuga og sett sér mark- mið. Sá sem verst stóð í upphafi vann stærsta sigurinn. Fimm þátttakenda hafa hug á að hefja nám í VMA að nýju ef aðstæður leyfa, ýmist í dagskóla eða fjarnámi. Trú á eigin færni hefur aukist með meiri þroska og margs konar reynslu af vinnumarkaðinum og lífsins skóla og áhugi á frekara námi er mjög greinilegur. Aðstæður fólksins eru aftur á móti ekki alltaf nægilega ákjósanlegar til þess að það geti átt þess kost að fara aftur í skóla á fullorðinsárum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.