Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Side 109

Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Side 109
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 19(1–2)/2010 109 H Ja lt i J Ó n Sv e i n S So n o g Bö r KU r H a n S en lokaorð Spurningin sem lagt var upp með í rannsókn þessari var hvers vegna margir nemendur, sem eru illa staddir námslega við upphaf skólagöngu sinnar í VMA að loknum 10. bekk grunnskóla, falla brott úr námi á meðan aðrir halda áfram. Fram hefur komið að allir þeir þátttakendur í rannsókninni sem hættu í skólanum áttu við námsörðugleika að stríða. Eftir fremur stutta viðdvöl varð áhuginn á því að fara út á vinnumarkaðinn náminu yfirsterkari. Þeir sem héldu áfram glímdu líka allir nema einn við erfiðleika í námi sínu – en höfðu meiri seiglu en hinir og öðluðust trú á eigin færni. Það er spurning hvað skólinn hefði getað gert betur til þess að halda þessu unga fólki sem hætti lengur í námi. Því er ósvarað hvort enn meira aðhald, ráðgjöf og aðstoð hefði einhverju breytt. Brýnt er að leita að þeim nemendum sem þjást af kvíða bæði gagnvart náminu og því að vera í skóla. Auk þess þarf að finna þá sem hafa orðið fyrir einelti, sem er ein af ástæðum kvíða. Einnig er brýnt að unnið verði að frekari þátttöku foreldra í námi barna sinna. Þó að þeir séu ekki alltaf í stakk búnir til þess að veita þeim aðstoð við sjálft námið er hvatning þeirra mjög mikilvæg. Gott samstarf við skólann gæti einnig styrkt þá verulega í baráttu þeirra við að fá börn sín til þess að takast á við námið, mæta vel í skólann og taka hann fram yfir allt annað. Fullvíst má telja að meiri stuðningur námsráðgjafa og kennara gæti hjálpað ein- hverjum að yfirstíga erfiðleikana og koma auga á námsleiðir sem þeir réðu við og hentaði þeim. Einnig má vera að þessum leiðum þurfi að fjölga við skólann, svo sem að þróa stuttar starfsbrautir fyrir nemendur með lítinn áhuga og úthald í námi þar sem reynt yrði að koma til móts við getu þeirra og áhugasvið. Ný framhaldsskólalög gefa fyrirheit um að ýmsar leiðir séu að opnast í þessum efnum. Nauðsynlegt er að reyna að koma frekar til móts við nemendur sem eiga við les- blindu að stríða. Þó svo að þeim sé boðið upp á sitthvað til þess að auðvelda þeim námið þyrfti að gera meira. En fjórir þátttakendur af þessum tíu manna hópi héldu áfram námi. Einkar ánægjulegt er að hafa komist að raun um hvað ytri hvatning, til dæmis vina og kennara, getur haft mikið að segja. Sá nemandi sem verst stóð að vígi við upphaf ferils síns í VMA vann stærsta sigurinn. Það var bæði fyrir hæfileika hans en ekki síður hvatningu frá félögum og kennurum, sem höfðu trú á honum og létu það í ljós við hann. Slíkt dæmi færir okkur heim sanninn um að skólastarfið sé gott, þó að okkur takist ekki að ná til allra. 1 Grein þessi er byggð á lokaverkefni sem Hjalti Jón Sveinsson lagði fram til fullnaðar M.Ed.-gráðu í stjórnunarfræði menntastofnana við Menntavísindasvið Háskóla Íslands árið 2009. Verkefnið ber heitið Er sérhver sinnar gæfu smiður? Hvers vegna hætta margir illa staddir nemendur námi í Verkmennta- skólanum á Akureyri á meðan aðrir halda áfram? Leiðbeinandi var Börkur Hansen.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.