Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Page 121
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 19(1–2)/2010 121
gUðmUndUr ingi gUðmUndSSon og gUðBJörg linda rafnSdÓttir
og félagslegs þroska sem þeir telja mjög mikilvægt. Kennarar þurfa að fylgjast með
nýjungum í faggrein sinni og semja kennsluefni sem oft er sniðið að þörfum ólíkra
nemenda. Kennarar hafa þannig valkosti til að þróa með sér árangursríka kennslu-
hætti í viðleitni sinni til að kveikja áhuga nemenda á námsefninu. Þegar vel tekst til
hefur það jákvæð áhrif á þeirra eigin starfsánægju. Þeir hafa einnig töluvert sjálfræði
til að velja hentugt námsefni og geta valið um ólíkar leiðir í framsetningu þess.
Almennt telja viðmælendur sjálfræði sitt mikið í starfi. Þeir telja jafnframt sjálf-
ræðið vera með stærstu kostum kennarastarfsins og einn af grundvallar þáttum starfs-
ánægjunnar. Viðmælendur telja brýnt að kennarar hafi frelsi til að móta kennsluhætti
og námsefni eins og þeim einum þykir vænlegt til árangurs. Haukur talar um mikið
sjálfstæði hvað varðar námsefnið og það er mikill samhljómur með honum og öðrum
viðmælendum er hann segir: „[Ég] get alveg mótað það eftir mínu höfði. Hvað ég
kenni og hvernig ég geri það og svo framvegis. Og mér finnst það mikill kostur“.
Hann er einn margra sem segir það þægilega tilfinningu að vera sjálfstæður í starfi
og hann metur það mikils. Eins og flestir viðmælendur telur hann samvinnu kennara
ekki mikla en finnst það vera í góðu lagi vegna þess að:
Ég vil kenna með mínum hætti, ég vil ekki að það sé verið að skipta sér of mikið af
mér ... ég veit, ég er með ákveðna stefnu og ég veit að svona á ég að kenna þetta og
gefa af mér og ég er ekki að fá neinn til að segja mér að ég eigi að gera eitthvað svona
eða hinsegin, hver kennari verður að finna sinn stíl, því að eins og ég sagði áðan, ég
lít á kennsluna sem ákveðna listgrein og hver listamaður hefur sinn stíl.
Eftirlit með starfi kennarans innan kennslustofunnar virðist lítið, flestir viðmælenda
virtust ekki eiga mikið samstarf við aðra kennara og þeir kunna flestir vel að meta það
svigrúm sem þeir hafa til að taka sjálfstæðar ákvarðanir um val á leiðum og aðferðum
í kennslu sinni. Endurgjöf og viðurkenningu segjast þeir að mestu fá jafnóðum yfir
veturinn þegar náminu fleygir fram. Þó kom fram að sjálfræðið jaðrar stundum við
skort á stuðningi, og það getur vissulega verið slæmt þar sem ábyrgð þeirra er mikil,
bæði fagleg og félagsleg.
Viðurkenning og umbun fyrir að ná árangri er mikilvægur þáttur í starfsánægju
kennara. Það vekur athygli að viður kenning til kennara virðist aðallega koma frá
nemendum. Kenn ar ar fá stundum jákvæða endurgjöf frá nemendum í kennslustund
og sumir þakka kenn urum vel unnin störf að námi loknu. Að mati margra kennara
eru bæði nemendur og stjórnendur sparir á hrós. Stjórnendur fylgjast lítið með starfi
kennarans innan veggja kennslustofunnar og viðurkenning þeirra á störfum kennara
er oft byggð á umsögn þriðja aðila. Sif finnst það bæði gott og slæmt að skóla-
stjórnendur fylgist ekki með því sem fram fer innan veggja kennslustofunnar. Hún
segir: „Mér finnst þægilegt að enginn er að fylgjast með mér en um leið væri gott að
fá „fídbakkið“. En í mínu tilviki þá finn ég enga sérstaka þörf fyrir það, ég finn það
alveg sjálf hvernig þetta gengur en mér finnst auðvitað að faglega séð ættu einhverjir
aðrir að vita það líka“.