Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Page 138

Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Page 138
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 19(1–2)/2010138 að alaSt Upp með fötlUn sum tóku fram að þau hefðu oft haft stuðning af systkinum sínum. Að flestu leyti fannst þeim þó að sambandið við systkinin hefði verið eins og venjuleg systkinatengsl. Þó að flestar minningar frá barnæskunni innan fjölskyldunnar væru jákvæðar minntust nokkur ungmennanna þess að skerðing þeirra hefði verið álitin harmleikur. Ein af ungu konunum rifjaði upp að meðal sumra í fjölskyldunni hefði ríkt sorg vegna fæðingar hennar og að einn náinn ættingi einblíndi á skerðingu hennar í stað þess að sjá hana sem barn. Hún sagði: Ég held að ég hafi verið orðin þriggja mánaða þegar mamma stoppaði hann af vegna þess að hann var ennþá alltaf að spyrja „Hvernig er fóturinn?“ Hann var ekki ennþá kominn í það að spyrja „Hvernig hefur barnið það?“ eða „Hvernig gengur með stelp- una?“ Hann hafði svo miklar áhyggjur af þessum fæti. Hann spurði alltaf „Hvernig er fóturinn?“ Ég var ekki barn, ég var fótur, og mamma stoppaði hann bara og sagði „Veistu, þessi fótur er bara hluti af barninu, tölum um barnið“ og þá kveikti hann strax en hann datt alveg inn í þetta að einblína á fötlunina. Að mati ungmennanna hefur fjölskyldan afgerandi áhrif á það hvort fötluð börn geta þróað jákvæða sjálfsmynd og verið sátt við sig eins og þau eru. Reynsla flestra þeirra var jákvæð að þessu leyti. Innan fjölskyldunnar var litið á þau sem venjuleg börn og þeim tekið sem sjálfsögðum hlut. Skerðingin var ekki aðalatriðið og ekki einblínt á hana heldur á þau sem börn. Skólinn „Ég var í almennum bekk og gekk í venjulegan skóla eins og önnur börn. Ég var alveg eins og hinir krakkarnir.“ Þessi tilvitnun í eitt af ungmennunum ber vitni um mikilvægi þess að vera í almennum skóla og öll létu þau í ljós mikinn létti yfir því að hafa ekki verið send í sérskóla. Þátttaka í almennu skólastarfi gerði þeim mögulegt að kynnast öðrum börnum, vera með í sömu athöfnum og önnur börn og skapaði þá tilfinningu að þau tilheyrðu jafningjahópnum sem samanstóð af fötluðum og ófötl- uðum börnum. Þótt öll ungmennin hafi gengið í almennan skóla fóru mörg þeirra ekki í sinn hverfis- skóla. Ástæðan var einkum sú að þegar þau voru að alast upp voru margar skóla- byggingar óaðgengilegar hreyfihömluðum nemendum og því þurftu þau að sækja skóla í önnur skólahverfi eða jafnvel í önnur sveitarfélög. Þetta var ástæða þess að sum þeirra voru í sama skóla og mörgum fannst það styrkur að vera ekki eina fatlaða barnið í skólanum. Í grunnskóla áttu þau vini bæði meðal fatlaðra og ófatlaðra skólafélaga og töldu mikilvægt að svo hefði verið. Þau sögðust hafa sótt styrk í báða hópana. Þau voru yfirleitt ánægð með grunnskólagöngu sína og sum þeirra nefndu sérstaklega að þau hefðu verið með sömu bekkjarfélögunum frá upphafi. Flestum fannst það ekki hafa verið sérstakt vandamál að vera fötluð, sérlega ekki framan af í grunnskólanum, og að það hefði oft tekist vel að laga aðstæður að þeim og þeirra þörfum. Það voru ekki síst skólafélagarnir sem voru úrræðagóðir við að haga leikjum þannig að þau gætu verið með. Einn þátttakenda sagði: „Sumt gat maður einfaldlega ekki gert og þá var
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.