Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Page 142

Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Page 142
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 19(1–2)/2010142 að alaSt Upp með fötlUn þeir keyptu. Þegar hann rétti afgreiðslustúlkunni kortið sitt sneri hún sér að vini hans og spurði „Já, er þetta hans kort?“ Hann sagði að afgreiðslustúlkan hefði greinilega haldið að hann gæti hvorki heyrt né talað. „Fólk talar stundum ekki beint til manns heldur við aðilann sem er með manni,“ útskýrði hann. Ungri konu er minnistætt atvik sem hún segir að hafi endurspeglað sérkennileg viðhorf gagnvart fötluðu fólki. Þá var hún að vinna verkefni í framhaldsskóla sem tengdist einum af stærri fréttamiðlum landsins. Í lok verkefnisins þökkuðu nemend- urnir fyrir sig og hún tók í höndina á ritstjóranum sem sagði þá: „Mikið rosalega ertu handsterk.“ Hún var ekki í nokkrum vafa um að ritstjórinn hefði alls ekki átt von á að hún væri eins og ungmenni almennt því tónninn í málrómnum var eins og hann væri að tala við fimm ára gamalt barn. Ungmennin sögðu að í mörgum tilfellum ætli fólk bara að vera nærgætið og kurteist en fari yfir strikið og tali við einstaklinginn eins og hann sé barn. Önnur sameiginleg reynsla þátttakenda var að fá óverðskuldað hrós og algengt að hreyfihömluðum börnum og ungmennum væri hælt fyrir að gera hluti sem ófatlaðir fengu ekki hrós fyrir. Einn piltanna sagði til dæmis frá atviki í fimmtugsafmæli föður síns þar sem vinur föður hans hrósaði honum fyrir hvað hann væri duglegur að labba. Ein af ungu konunum fékk líka mikið hrós sem barn og átti ávallt erfitt með að skilja hvers vegna hún fékk hrós fyrir eitthvað sem hún gerði en svo voru aðrir sem fengu ekki hrós fyrir sambærileg afrek. Hún segir að þetta hafi haft neikvæð áhrif á eldri systur sína sem þótti erfitt að horfa upp á að litla systir fengi hrós fyrir það sem hún fékk aldrei viðurkenningu fyrir. Öll sögðust ungmennin hafa tekið eftir þessum neikvæðu viðhorfum og framkomu snemma á lífsleiðinni og ein unga konan sagði þetta ekki bara eiga við um ókunnugt fólk heldur líka stundum um þá sem standi þeim nær og minnti á söguna um ættingja sinn sem sá ekkert nema skerðinguna fyrst eftir að hún fæddist. Hún bætti við: „Þetta er allt svona sama meinið og vorkunnsemin og þessi stimpilgjöf að til dæmis allir í hjólastól hljóta að vera þroskaheftir og allt þetta er svolítið sami pakkinn.“ Þrátt fyrir skilaboð frá samfélaginu um að þau væru öðruvísi hittu þau einnig á ófatlað fólk sem taldi sig geta sett sig í spor þeirra og geta skilið hvernig það væri að vera fatlaður. Þetta fannst þeim ákaflega pirrandi. Einn pilturinn nefndi dæmi um þetta: Þegar fólk er að líkja sér við aðstæðurnar hjá manni … „Ég fótbrotnaði einu sinni þegar ég var þriggja ára og ég var alveg fastur í hjólastól í mánuð þannig að ég veit alveg hvernig er að vera í hjólastól“ … Fólk segir oft eitthvað svona án þess í rauninni að hafa nokkra hugmynd um hvað það er að tala. Hann benti á að þó svo fólk hafi verið á hækjum í tvær vikur einhvern tímann á lífs- leiðinni geti það á engan hátt líkt því við að vera fatlaður fyrir lífstíð. Þetta væri svipað og segja „Ég hélt á hamri einu sinni þegar ég var fimm ára þannig að ég veit alveg hvernig það er að vera iðnaðarmaður.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.