Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Side 143

Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Side 143
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 19(1–2)/2010 143 rannveig traUStadÓttir, Hanna BJörg SigUr JÓnSdÓttir og Helgi þÓr gUnnarSSon Gláp og spurningar Ungmennin sögðu að mikið væri glápt á hreyfihamlað fólk og þau höfðu öll þurft að takast á við gláp; í skólanum, á íþróttaæfingum, í Kringlunni, úti á götu og víðar. Þetta er nokkuð sem allir sem eru hreyfihamlaðir þurfa að læra að lifa við sögðu þau. Einum þátttakanda er minnisstætt atvik þegar hann var staddur ásamt frænda sínum í Kringlunni og frændi hans fór að telja hversu margir gláptu á hann. Sjálfur sagðist hann ekkert hafa orðið var við þetta en þegar frændi hans hætti að telja var hann kominn nálægt tvö hundruð. Ung kona sagði frá glápinu og athyglinni sem hún fékk þegar hún stundaði sundæfingar. Það var iðulega starað á hana og hún fékk spurningar frá ungum krökkum í sundklefanum. Henni fannst sjálfsagt að svara þeim spurningum enda ekkert illt á bak við þær: „Það voru litlir krakkar sem komu og stóðu fyrir framan mig og horfðu á skerðinguna og svo framan í mig og aftur á skerðinguna og spurðu eitthvað.“ Hún tók þessu vel og var tilbúin með svör við þessum spurningum. Henni fannst oft erfiðara að takast á við framkomu og gláp fullorðna fólksins, og nefndi dæmi: Það voru börn með mæðrum sínum í þarnæsta sturtuklefa og börnin voru að kíkja og horfa eitthvað, horfðu bara af einlægni og forvitni. Þetta er besta star sem til er, því það er ekkert meira á bak við þetta en bara „af hverju er þetta svona?“ Svo kannski skömmuðu mömmurnar börnin og sögðu þeim að glápa ekki en svo litu þær sjálfar yfir öxlina á sér eftir á. Þarna voru foreldrarnir ekki að gefa gott fordæmi. Þó að margar mæður skömmuðu börnin sín undir slíkum kringumstæðum brugðust sumar við á annan hátt og komu með börnin til hennar og ræddu við hana. Það fannst henni jákvætt og taldi að það væri besta fordæmið sem foreldrarnir gætu gefið. Henni fannst mikilvægt að börnin fengju þau skilaboð að það væri í lagi að spyrja. Ung- mennin voru sammála um að ungir sem aldnir ættu að vera óhræddir við að spyrja. Ein unga konan benti á að það væri miklu betra að fólk spyrði en að stara endalaust, sama hvort um börn eða fullorðna væri að ræða. Hún telur að hreyfihamlað fólk geti ekki gert ráð fyrir því að annað fólk viti eitthvað um skerðingu þess og því sé eðlilegt að fólk geti spurt. Það sem þeim þótti verst var þegar spurningunum fylgdi vorkunnsemi sem endur- speglaði það viðhorf „að lífið hljóti að vera svo erfitt og að þau hljóti að eiga svo erfitt uppdráttar“ eins og eitt þeirra orðaði það. Þeim fannst slík viðhorf óþægileg og undar- leg eins og einn pilturinn sagði: „Ef fólk hugsar aðeins þá sér það að maður þekkir náttúrulega ekkert annað“ og því væri eðlilegt fyrir hann að vera með skerðingu, það væri sjálfsagður og eðlilegur hluti af hans lífi og líkama. Sjálfsskilningur Þó að ungmennin hafi upplifað sig og aðstæður sínar á ólíkan hátt mátti finna ýmsar hliðstæður í frásögnum þeirra. Öll áttuðu þau sig á því mjög ung að þau væru öðruvísi en hin börnin en þó svo að þau hafi vitað að þau væru frábrugðin hinum krökkunum upplifðu þau sig ekkert síðri en önnur börn. Þegar ein unga stúlkan hugsaði til baka
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.