Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Side 183

Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Side 183
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 19(1–2)/2010 183 viðHorf Sumir greinarhöfundanna benda á að ferlið hafi veitt nýjum háskólum stuðning og orðið til þess að unnið var markvissar en ella að skipulagi þeirra, bæði hvað stjórnun og nám og kennslu varðar. Fram kemur að ný lög um háskóla og ákvæði um viðurkenningu háskóla hafi gert innleiðingu formfastari og flýtt fyrir henni á margan máta. Allir greinarhöfundar benda á aukna áherslu háskólanna á gæðaþróun og gerð gæðamatskerfa, sem þeir telja að Bolognaferlið hafi ýtt undir, og telja að við mat á gæðum sé eða þurfi að vera í ríkari mæli litið til náms og kennslu. Stærsta viðfangsefnið og hið flóknasta í innleiðingu Bolognaferlisins er kerfis- bundin skilgreining hæfniviðmiða fyrir námsbrautir og fyrir einstök námskeið. Þessi vinna var ein af forsendum fyrir viðurkenningu háskóla. Með setningu hæfniviðmiða færðist ábyrgð og erfiði við innleiðingu Bolognaferlisins frá fulltrúum og stjórnendum til kennara og mun fleiri þurftu að koma að verkinu sem gerði það vissulega flóknara í framkvæmd. Gerð hæfniviðmiða kallaði á kunnáttu og færni í kennslufræði sem háskólakennarar búa almennt ekki yfir og verklagið var þeim nýtt. Þá gerði innleiðing hæfniviðmiða ráð fyrir samhæfðri námskrárgerð og umræðu um námskeið og inn- tak þeirra. Slík sameiginleg umræða um námskrá virðist ekki hafa verið hefðbundinn hluti háskólastarfs og kallaði því í mörgum tilvikum á hugarfarsbreytingu kennara. Greinarhöfundar fagna aukinni umræðu um námskrárgerð, nám og kennslu og telja slíka umræðu almennt til mikilla bóta og að hún muni koma nemendum og kennurum vel. Þeir benda jafnframt á að þarna er mikið verk enn óunnið og að styðja þurfi kennara betur við að takast á við verkið og efla þekkingu þeirra í kennslufræði. Flestir greinarhöfundanna eru fulltrúar lítilla háskóla og benda margir þeirra á að stuttar boðleiðir og nánd innan skólanna hafi auðveldað innleiðingu Bolognaferlisins; stofnanamenning lítilla skóla sé einfaldlega betur til þess fallin að innleiða breytingar af þessu tagi. Þó bendir greinarhöfundur frá Listaháskóla Íslands á að fjöldi stunda- kennara við skólann geri innleiðingu erfiðari. Stuðningur við innleiðingu hefur fyrst og fremst verið innan skólanna sjálfra þar sem starfsmenn hafa stuðst við útgefið efni, handbækur og námskeið. Þótt greinarhöfundar telji afstöðu háskólafólks til Bolognaferlisins jákvæða benda þeir á ýmsar hindranir við innleiðingu þess. Komið hafi fram ýmis gagnrýni, þ. á m. á það að með innleiðingu ferlisins sé vegið að akademísku frelsi háskólakennara, verið sé að steypa alla skóla í sama mót, of einsleitt viðhorf til menntunar sé að finna í viðmiðum um æðri menntun og ekki sé tekið nægilegt tillit til sérstöðu skólanna í ferlinu. Að lokum benda greinarhöfundar á að þrátt fyrir fyrri yfirlýst lok innleiðingar árið 2010 sé enn langt í land og að líta þurfi á verkefnið sem þróunarverkefni til lengri tíma. Bent er á að leggja þurfi áherslu á að kanna hvort og að hvaða marki innleiðing hæfni- viðmiða hafi áhrif á kennsluhætti og námsmat og enn vanti talsvert upp á að nemendur þekki til Bolognaferlisins. Við teljum að frekari rannsókna sé þörf til að fá skarpari mynd af stöðu Bolognaferlis- ins í íslenskum háskólum og þá sérstaklega áhrifum á þess á nám og kennslu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.