Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Page 207

Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Page 207
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 19(1–2)/2010 207 viðHorf Hvaða hugmyndir má greina í skrefum Bolognaferlisins um gæði og skilvirkni háskóla? Í skrefum Bolognaferlisins má greina þá hugmynd að markmið háskólakennslu sé að nemendur öðlist hæfni sem hægt er að lýsa, mæla og meta á hlutlægan hátt. Með því að samræma námsstig og nota sameiginleg viðmið um lýsingar hæfni á hverju náms- stigi sé nemendum gert kleift að byggja hæfni sína upp markvisst og skipulega þótt farið sé á milli háskóla og landa innan Evrópu. Áhersla er lögð á að lýsa útkomu úr námi fremur en námsferlinu sjálfu og útkomunni er lýst sem atferli sem nemendur eru færir um að námi loknu. Góður og skilvirkur háskóli er samkvæmt þessu háskóli sem skilgreinir markmið náms, sér til þess að þeim séð náð og getur sýnt fram á að svo sé. Það er oft spurt hvað eru gæði og hvað er gæðastjórnun? Einfalda svarið við því er að segja til um hvað á að gera (t.d. með skilgreiningu námsmarkmiða) og sýna fram á að það hafi gengið eftir. Innleiðing viðmiða um æðri menntun og prófgráður og sú vinna sem lögð hefur verið í setningu námsmarkmiða ætti að skila sér í skilvirkara skólastarfi og auknum gæðum, a.m.k. í þeim skilningi að skilgreint hefur verið hvað nemendur eiga að vera færir um að námi loknu en spurningin er hvort það hafi tekist. Það hefur ekki verið rannsakað enn og væri áhugavert að gera það í náinni framtíð. Augljóslega kallar innleiðing viðmiðanna á að námsmat sé tengt með beinum og gagnsæjum hætti við skilgreind námsmarkmið. Ný vinnubrögð sem fylgja innleiðingu viðmiðanna og vinnu með námsmarkmið gera að mati greinarhöfunda meiri kröfur til námsnefnda en verið hefur. Námsnefndir starfa í umboði deildarfunda og hafa m.a. það hlutverk að gera tillögur að náms- og kennsluskrá viðkomandi námsbrauta fyrir hvert skólaár. Innleiðing viðmiðanna eflir samræmingarhlutverk námsnefnda þar sem markmið einstakra námskeiða þurfa að falla undir heildarmarkmið námsleiða. Því jafnvægi má ekki raska og eru kennarar ekki eins frjálsir að því að breyta „sínum“ námskeiðum og þeir voru áður því nú verður að huga að heildinni. Námsnefndir hafa þegar tileinkað sér breytt vinnubrögð til að tryggja að námsmarkmið einstakra námskeiða séu í rökréttu samræmi við mark- mið þeirra námsbrauta sem nýta sér þau. Með þessu móti er reynt að sjá til þess að starfsemi háskólans sé skipulögð þannig að staðið sé við þau fyrirheit sem gefin eru með framsetningu heildarmarkmiða fyrir hverja námsbraut. Tengslin á milli námsmarkmiða námskeiðs annars vegar og kennsluaðferða og námsmats innan námskeiðsins hins vegar eru þó það lykilatriði sem ræður úrslitum um árangurinn af viðmiðunum. Þar reynir verulega á kennslufræðilega hæfni og ígrundun kennara, sem eflaust hefur löngum verið tamara að hugsa um kennsluna út frá öðrum hugmyndum en þeim sem greina má í skrefum Bolognaferlisins. Kennarar kunna að hafa hugsað í grundvallaratriðum um kennsluna sem eigið framlag (fyrir- lestra, skipulag umræðna og verkefna o.s.frv.) í þágu markmiða sem eru ekki bundin atferli (skilja, kunna, þekkja, o.s.frv.) og nást vonandi hjá bestu nemendunum (en ekki örugglega hjá öllum sem ná lágmarkseinkunn). Slík nálgun samrýmist Bolognaferlinu illa og því er almenn þátttaka kennara í ferlinu lykilatriði, þannig að það nái alla leið inn í kennslustofuna ef svo má að orði komast.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.