Ný saga - 01.01.1989, Side 26

Ný saga - 01.01.1989, Side 26
Guðmundur J. Guðmundsson gerðu gangskör að þvi að út- rýma svo alvarlegum brotum á reglum kirkjunnar. Árið 1237 bannaði Gregoríus IX páfi prestum í Noregi að kvongast og skipaði erkibiskupi að út- rýma slíkum ósiðum. Fyrirmæli svipaðs eðlis hljóta einnig að hafa verið send til íslands. En klerkar voru að sjálfsögðu ekki tilbúnir til að segja skilið við konur sínar og vitnuðu þeir til bréfs frá Nikulási Breakspear kardinála af Albano sem varð siðar Hadrianus IV. páfi. Hann hafði dvalist í Noregi árið 1152 í því skyni að koma skikk á mál- efni kirkjunnar þar í landi. Hon- um gekk vonum framar að koma sínum málum fram og varð ferð hans mjög fræg. Þó treysti hann sér ekki til að leggja til atlögu við þann sið norrænna klerka að ganga í hjónaband. Hann lét sér þess í stað nægja að hvetja þá til einlíf- is en krafðist þess aftur á móti að kórsbræður lifðu einlífi. Ekki er ljóst hvað stóð nákvæm- lega í bréfi kardinálans en klerkar hafa túlkað það þannig að þeir mættu ganga í hjóna- band.17 íslensku biskuparnir Hein- rekur og Brandur bönnuðu klerkum að ganga í hjónaband, en það var ekki fyrr en eítir lát Brands biskups árið 1264, þeg- ar grjótpállinn Árni Þorláksson varð umsjónarmaður Hólastóls, að reynt var að framfylgja þessu banni af fullri hörku. Prófmál í þessu efni var þegar djákni nokkur Oddi að nafni fékk konu sem hét Ólöf Broddadótt- ir. Gizur jarl hafði afskipti af því máli og héldu þau brúðkaup sitt. Þá tók Árni sig til, bann- færði Odda og alla brúðkaups- gesti og lét síðan loka kirkjunni að Stað á Reyninesi þar sem Gizur bjó. ÞeirÁrni héldu síðan fund með sér um málið og bar Gizur fyrir sig fornan landsrétt og hefð en Árni benti á boðskap páfa.18 Þessurn deilum lauk svo að Árni hafði sitt fram. Þá ný- lega hafði Alexander páfi II. sent erkibiskupnum í Niðarósi bréf þar sem honum var skipað að gæta þess að klerkar héldu ekki frillur. Ekki er ótrúlegt að aðgerðirÁrna standi í sambandi við þetta bréf.19 Nokkru síðar neyddi Árni biskup Egil sub- djákna Sólmundarson til að skilja við konu sína og gifti hana öðrum. Þá kom upp sú staða sem átti eftir að einkenna sam- skipti klerka við hitt kynið allt fram til siðbreytingar. Egill tók sér frillu í staðinn, Þórunni nokkra Valgarðsdóttur.20 Eftir þetta verða fordæmingar bisk- upa á frillulifnaði og frilluhaldi presta einn af rauðu þráðunum í skipunum íslenskra biskupa. í skriftaboðum biskupa frá árun- um 1269 og 1276-1341, sem að mörgu leyti voru sniðin eftir Þorláksskriftum, eru nýmæli sem beinast gegn hórdóms- brotum klerka. Einnig fylgdu ýmsir formálar, meðal annars einn til að leysa með presta sem framið höfðu frillulífsbrot og annar fyrir konur sem fallið höfðu með prestum.21 Ljóst er þó af flestum heim- ildum að erfiðlega hefur geng- ið að uppræta þessa aldagömlu siði og árið 1280 segir Árni biskup Þorláksson í skipan sinni um frillur presta: ,Annar hlutur er sá er hann vill enn lýsa láta að prestar geymi þess að enginn þeirra hafi þá konu innan þinga og sinna kirkju- sókna sem hann hefur börn við átt eða hann hefur ófrægð af að hún sé hans frilla."22 Þetta stef er endurtekið með misjafnlega hörðum orðum í skipan Eilífs erkibiskups hinni fyrstu frá 1320, í fyrstu skipan Páls erki- biskups frá 1334 og skipan Jóns biskups Sigurðssonar frá 1345. Ennfremur þótti Girði biskup þörf á að endurnýja þetta bann árið 1354 og sama var uppi á teningnum í skipan Vilchins Skálholtsbiskups frá 1396.23 Frá árinu 1430 er til eiður sem prestsefni sóru er þau tóku vígslu. Þar er einnig hnykkt á þessu því prestsefnið lofar „með guðs hjálp hreinlega lifa og enga frillu á kirkjunnar góssi halda."24 Þann 1. júlí árið 1550 lét Jón biskup Arason samþykkja á Al- þingi refsingar gegn þeim prestum sem héldu frillur. Þar segir að þeir prestar sem í fyrsta skipti verði uppvísir að frillu- lifnaði skuli settir af í þrjá mán- uði, í annað skiptið í sex mán- uði og í tólf mánuði hið þriðja sinn.25 Mikið má vera ef ein- hver hefur ekki tautað „maður líttu þér nær,“ meðan þessi pist- ill var lesinn upp. Það var alls ekki að ástæðulausu sem kirkju- höfðingjar tönnluðust sí og æ á þessu sama stefi. Heimildir sýna okkur svo ekki verður um villst að stór hluti presta hélt frillur eftir að þeim var bannað að ganga í hjónaband og höfðu samviskusamir kirkjuhöfðingjar af því miklar áhyggjur. í Laur- entíusar sögu segir: „Mikið vandlæti hafði herra Laurentíus um framferði lærðra manna. svo og um lifnað þeirra, þar mest sem honum þótt úr hófi ganga, svo og þá ntenn sem með meinum voru saman, hvort sem var í hórdómum eða frændsemisspellum.“ 26 En þrátt fyrir áhyggjur og hótanir verður ekki vart við neinar aðgerðir af hálfú yfirvalda og létu biskupar presta í friði með frillur sínar. KAUPMÁLAR PRESTA OG SAMBÝL- ISKVENNA ÞEIRRA Fyrir því finnast heimildir að þegar konur tóku upp sambýli við presta þá hafi verið gerður kaupmáli milli þeirra. í ættar- tölubók síra Þórðar Þórðarson- ar í Hvammi frá 18. öld segir að Þorbjörg Þorsteinsdóttir og síra Guðbjartur flóki Ásgrímsson hafi gert kaupmála sín á milli árið 1383.27 Þegar prestur og frilla hans slitu samvistum fór sá skilnaður einnig mjög formlega fram, sér í lagi ef miklar eignir voru í spilinu. Frá árinu 1402 er til bréf um reikningsskap þeirra Þórðar prests Þórðarsonar og Valdísar Helgadóttir og verður Ekki er Ijóst hvað stóð nákvæmtega í bréfi kardináians en klerkar hafa túlkað það þannig að þeir mættu ganga í hjónaband. Mikið má vera ef einhver hefur ekki tautað „maður líttu þér nær, “ meðan þessi pistill var lesinn upp. 24
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.