Ný saga - 01.01.1989, Page 32
AF
3ÓKUM
Markmiðið varð
aðallega að fá
krökkunum tvennt:
nógu mikið til að
hugsa um og sæmileg-
an góðan texta að
lesa.
þessi verk. - Ekki svo að skilja
að nokkur maður segi mér að
það sé ekki hlutverk mitt; pró-
fessor er látinn í friði í lengstu
lög. En skýlausa viðurkenningu
á mínum skilningi á hlutverki
háskólakennara hef ég ekki
fengið, og ég finn mikið vanmat
á þessum verkum hjá vinnufé-
lögum mínum. Einu sinni
reyndi ég að sannfæra félaga
minn í annarri fræðigrein um
að ég væri að vinna merkilegt
starf og samboðið háskóla-
kennara. Ég er að gefa þjóðinni
sögu, sagði ég, skrifa fyrir stærri
vettvang en metsöluhöfundar
skáldrita, ég fæ kannski fjögur
þúsund lesendur á ári, ár eftir
ár. Mínar bækur koma til með
að ráða mestu um hugmyndir
almennings um eigin sögu. Já,
sagði hann, það er alveg rétt. En
heldurðu að það komi ekki ein-
hvern tímann að því að þú getir
farið að skrifa eitthvað af viti?
MARKMIÐ OG
LEIÐIR
Hvaða markmið hefur þú
sett þér við ritun bókanna?
Það hefur nú verið talsvert
misjafnt reyndar. Þegar ég byrj-
aði að skrifa fyrir börn ætlaði
ég mér eiginlega ekkert annað
en að búa til eitthvað sem börn-
in ættu auðveldara með að
skilja en bækurnar sem þá voru
í notkun í 11 ára bekknum sem
dóttir mín var í það árið. Svo
þróaðist þetta smám saman yfir
í býsna ólíkt verk. Markmiðið
varð aðallega að fá krökkunum
tvennt: nógu mikið til að hugsa
um og sæmilegan góðan texta
að lesa. Svo reynist sagan bjóða
upp á ýmislegt sem ég hafði
aldrei hugsað út í fyrirfram. Ég
get nefnt ykkur dæmi: þegar ég
rakti framfarasögu okkar ís-
Iendinga til nútímans, í þriðja
heftinu af Sjálfstæði íslendinga,
þá reyndist upplagt að enda á
eins konar niðurstöðukafla um
það hvernig við höfum orðið
auðug og svo tæknivædd að við
verðum að takmarka fram-
leiðslu, bæði í sjávarútvegi og
landbúnaði. Þá kemur eins og
af sjálfu sér að bera okkur sam-
an við snauðar þjóðir og leggja
fram til umhugsunar spurning-
una um hvort það er rétt að
sumar þjóðir svamli í auði með-
an aðrar þola skort. Þannig fór
með þessa bók sem stefndi á
vissan hátt að því að byggja upp
eðlilega þjóðrækni meðal les-
enda sinna, að hún endaði á að
reyna að snúa þjóðrækninni
upp í ábyrga alþjóðarækni. Ég
hef tröllatrú á því að láta söguna
vinna þannig með manni og
setja sér ekki öll markmið áður
en kemur í ljós hvað hún vill
segja. Sagan er í eðli sínu lær-
dómsrík ef maður hlustar á það
sem hún vill segja.
Fyrstu áformin um Uppruna
nútímans voru aftur nýstárlegri.
Fyrst datt mér í hug að búa til
námsefni til að kenna nánast
eingöngu fræðilegar aðferðir
og vinnubrögð, og vekja áhuga
á sögu. Þá staðnæmdist ég við
deilurnar í Lærða skólanum í
Reykjavík á árunum á milli 1880
og 1890, og hugsaði mér jafnvel
að búa til misserislangt náms-
efni um þær. Svo smábreyttist
þetta, og löngu áður en við
Bragi byrjuðum að skrifa bók-
ina var orðin til áætlun um yfir-
litsrit um íslandssöguna síðan á
19- öld. En inngangskafli Upp-
runans, um Pereatið í Lærða
skólanum veturinn 1850 er það
sem stendur eftir af upphafleg-
um hugmyndum mínum. Ég
held núna að hann sé það eina
sem var nothæft af þeim og
vona að hann komi einhverjum
að því gagni sem honum var
ætlað, að laða þá að sögunni.
IIvemig hafa viðhorf þín
breyst eftir því sem þú hefur
skrifaðfleiri bcekur? - Það er til
dœmis verulegur ?nunur á
Ufþruna nútímans og Sam-
bandi við miðaldir.
Sá munur stafar aðallega af
því að þetta eru tvær bækur ætl-
aðar sömu nemendum, og mér
fannst óþarfi að vera alltaf að
kenna þeim sömu hlutina. Upp-
runi nútímans er mikið hugsuð
sem fyrsta sögunámsbók fólks
eftir að það er komið til fulls
vitsmunaþroska. Þar er lögð
áhersla á að kenna grunnhug-
tök í stjórnmálum og efnahags-
málum, það sem allir ábyrgir
þegnar í lýðræðisþjóðfélagi
þurfa helst að vita. Margt af því
hefur verið venja að kenna und-
ir heitinu félagsfræði í skólum,
en ég held að það lærist betur
ef það er tengt við sögulegan
raunveruleika. Samband við
miðaldir er aftur á móti sprottin
upp úr hugmyndum kennara
um að það væri rétt að kenna
einhvers staðar í framhaldsskól-
um frumatriði sagnfræðilegra
aðferða. Ég hef mikla vantrú á
að slíta kennslu í aðferð frá
kennslu í efni (þótt við neyð-
umst til að gera það í Háskólan-
um). Þess vegna fór ég út í að
skipuleggja bók sem samþætti
þetta tvennt og sýndi hvernig ís-
lensk miðaldasaga væri búin til
úr heimildum. Sú áætlun hefur
svo smám saman orðið að
Sambandi við miðaldir.
Jú, viðhorf mín hafa breyst,
mest meðan ég var að vinna við
fyrsta heftið af Sjálfstæði íslend-
inga, já og við fyrstu gerðina af
Uppruna nútímans líka. Ég fór
af stað með oftrú á að það sem
gilti væri að segja skýrt frá og
útskýra nógu vel. Svo lærði ég
aðallega tvennt af tilraunakenn-
urunum mínum og meðhöf-
undi. Annað var það að sumar
hugsanir geta börn ekki tileink-
að sér, hversu vel sem þær eru
útskýrðar, alveg eins og sá frægi
kennslufræðingur Piaget hélt
fram. Hitt var það að það þýðir
lítið að útskýra fyrir fólki, jafnt
börnum sem fullorðnum, hluti
sem það sér enga ástæðu til að
30