Ný saga - 01.01.1989, Page 37

Ný saga - 01.01.1989, Page 37
BARNSFEÐRANIR OG EIÐATÖKUR Á 17. ÖLD komnar 5-8 mánuði á leið. Sá sem lýstur var faðir varð að borga kostnað við sængurlegu, en vildu konur fá faðernið stað- fest vegna framfæris barnsins síðar meir urðu þær að höfða mál. Yfirvöldum stóð á sama.2 Ógiftar konur hér á landi hafa margar farið eins að og sagt fólki frá því fyrir fæðinguna hver ætti barn sem þær báru undir belti. Verðandi faðir sam- þykkti það oftast frá fyrstu stundu. Það sést í prestsþjón- ustubók Reykholts í Borgarfirði, elstu prestsþjónustubók sem varðveitt er. Þau ár sem fæðing- ar eru skráðar, 1664-94, kenndi 21 ógift kona karli barn og í 14 tilvikum var hann búinn að játa þegar barnið var skírt. Árið 1672 voru skírð tvö óskilgetin börn, annað á Úlfsstöðum, „fað- ir Einar Magnússon, móðir Sesselja Jónsdóttir," liitt á Hrífum, „faðir Helgi, móðir Guðrún Magnúsdóttir." Skírn fór fram á fæðingardegi eða degi síðar og ekki hefur farið á milli mála hverjir voru feður þessara barna. Stundum stóð hjónaband fyrir dyrum, til dæmis þegar „laungetið stúlku- barn að Hofstöðum" fæddist 19. ágúst 1692 og hlaut nafnið Ingi- björg. Foreldrar hennar voru Ragnheiður Jónsdóttir og Jón Sigurðsson, sem trúlofuðust „til heilags ektaskapar" 8. janúar 1693-3 Af rúmlega eitt hundrað óskilgetnum börnum sem fæddust árlega á 17. öld á ís- landi (sjá töflu) var þannig hátt- að um flest. Mæður lýstu feður sem gengust undir faðernið án málalenginga, eða eins og segir á einum stað: „hvað hann ljúf- Iega meðkenndi.“ 4 Konur sem ekki nefndu barnsföður sinn fýrir fæðingu voru inntar eftir því við fæð- inguna. Þá fyrst urðu þær, í áheyrn yfirsetukvenna, að gefa opinbera yfirlýsingu um faðern- ið. Þetta er ljóst af vitnisburði Hallberujónsdóttur og Vilborg- ar Guðmundardóttur sem sátu þrjá sólarhringa yfir Þuríði Guðmundsdóttur „í hennar barnsfæðingu að Reykjardals- koti“ haustið 1656. Þær skýrðu frá því í kirkjunni að Hruna 12. október að „hvorki fýrir fæð- inguna né eftir“ hefði Þuríður lýst annan föður að barninu en séra Jón Jónsson í Reykjardal. Eins virðist Ragnheiður Bryn- jólfsdóttir ekki hafa lýst Daða Halldórsson föður að „því barni sem hún ól í Bræðratungu nú 15. febrúar 1662“ fýrr en eftir fæðinguna.5 Þetta haf konur gert óþvingaðar og þess eru engin dæmi að yfirsetukonur á íslandi hafi níðst á konum í barnsnauð og yfirheyrt þær á meðan þjáningar voru sem mestar. Það kom fýrir í Dan- mörku. Þar sem hér var fæðing- in tilefni þess að ógiftar konur voru spurðar um faðerni barnsins. Oftast fór það frið- samlega fram, en árið 1616 gripu fjórar konur sem sátu yfir Anne Svendsdatter til þess ráðs að neita henni um frekari að- stoð við fæðinguna fyrr en hún játaði að Jens Christofferson, kvæntur maður, væri faðir barnsins.6 Hérlendis létu yfir- setukonur háttsettari menn um að argast í ógiftum mæðrum sem gerðu sig líklegar til að feðra ekki börn sín. Sesselju Oddsdóttur var hlíft, konur sem ekkert amaði að voru teknar fastari tökum. Játninga lýstra feðra verður sjaldan vart í heimildum, þær voru munnlegt svar við ein- faldri spurningu. Þeir sem ját- uðu á annað borð gerðu það án tafar. Þó kom fýrir að karlar vildu ekki kannast við börnin nema móðirin sannaði lýsing- una með eiði. Um það snerist ályktun sem Jón Jónsson lög- maður fékk samþykkta að ökr- um í Blönduhlíð 28. apríl 1595 og vísaði til alþingis: „um eiða lausakvenna, að feðurnir vilja ekki börnin meðtaka og björg veita utan þær sverji, þótt engin nauðsyn gangi til utan þeirra þrásamur vilji.“ Fjöldi kvenna sór eið í þessu skyni. Til dæmis komu Hólmfríður Sveinsdóttir og Halla Helgadóttir á þing að Ingjaldshóli 31. október 1664 og vildu feðra börn sín. Dóms- menn ályktuðu að umboðs- manni sýslumanns væri víta- laust að taka eið af þeim „með því barnsfeðurnir vildu sér það líka láta.“7 Eiðar af þessu tagi eru í öllum dómabókum sem varðveittar eru frá 17. öld. Elsta Karlinn glottir, ef til vill þegar hann les upphafsorðin: JfHjúskapur er heilagt regluhald. “ Hann hefur vitað sem var að framhjáhald var algengt. Barnsfaðernismálin sýna líka svo ekki verður um villst að oft voru kvæntir karlar tregir til að játa syndir sínar. Már Jónsson Feðrun barna var opinbert umræðuefni, allt að því þjóðfélags- legt vandamál. Fæðingin var tilefni þess að ógiftar konur voru spurðar um faðerni barnsins.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.