Ný saga - 01.01.1989, Page 39
BARNSFEÐRANIR OG EIÐATÖKUR Á 17. ÖLD
nafni. Þar fullyrðir hann að dag-
lega neiti lauslátar og forhertar
konur að segja hverjir séu feður
barna þeirra. Það geri þær til að
leyna sifjaspjöllum. Þess vegna
hafi hann ákveðið að dugi ekki
áminningar prests af predikun-
arstóli þrjá sunnudaga í röð
skuli sýslumaður kalla saman
sóknarprest, prófast og sex
skynsama menn til að vera við
þegar konan sé yfirheyrð og
pyntuð með fingurklemmu.15
íslenskir valdsmenn veigruðu
sér við að nota þessa aðferð á
Þórdísi og til þess að framfylgja
bréfinu sendi Daa umboðs-
mann sinn Jörgen Daníelsson
til Skagafjarðar haustið 1614.
Hann boðaði þing á Vallnalaug
og þangað komu helstu menn,
meðal annarra Guðbrandur
biskup ogjón lögmaður. Jörgen
bað þá hvetja Þórdísi til að segja
satt, en hún þóttist enn ekki vita
hver ætti barnið. Hann tilkynnti
henni að ef ekki vildi betur yrði
hún pyntuð til sagna, því hún
væri engin María mey. Þórdís
spurði þá hvað hann vildi að
hún segði. „Sannleikann" svar-
aði Jörgen, því heyrst hefði að
Tómas mágur hennar ætti
barnið. Hún neitaði því, en
gugnaði þegar lienni var sýnd
fingurklemman og sagði að
hefði nokkur átt við sig væri
það Tómas. Því neitaði hann og
tókst að flýja af þingi. Þórdís tók
þá játningu sína aftur. Enn
tregðuðust íslensk yfirvöld við
og sögðu að það væri andstætt
Stóradómi og gengi þvert á
önnur lög konungs að pynta
fólk til sagna. Þess vegna væri
ekki hægt að dæma Þórdísi til
dauða.
Ef til vill hefði Þórdís lifað til
hárrar elli, hefði Herluf Daa
ekki gegnt embætti sínu það illa
að vorið 1618 ákvað konungur
að senda hingað umboðsdóm-
ara sína, Friðrik Friis og Jörgen
Vind, til að dæma í málum sem
Daa þótti hafa spillt eða
klúðrað. Meðal þeirra var mál
Þórdísar. Friis og Vind ávíttu
Daa fyrir bréfið frá 1612, því þar
hefði hann farið inn á valdsvið
Neitaði kona að segja
til faðernis átti sóknar-
prestur að áminna
hana þrisvar að segja
sannleikann.
Líklega er Þórdís Halldórsdóttir eini Islendingurinn sem hefur verið hótað
meðfingurklemmu eða þumalskrúfu. Hérsést hvernig þær
litu úr og hvernig þumalfingrunum var komið fyrir.
konungs. Einnig voru þeir sam-
mála áliti íslenskra yfirvalda að
bréfið bryti í bága við Stóra-
dóm. Engu að síður tóku þeir
játningu Þórdísar gilda og
dæmdu hana til dauða á alþingi
30. júní 1618. Björn á Skarðsá
segir í annál sínum að þar hafi
henni verið drekkt.16
Tilraun Herlufs Daa til að
auðvelda sýslumönnum það
verk að neyða konur til að feðra
börn sín fór út um þúfur. í
málsvörn sinni haustið 1618
sagðist hann ekki hafa átt þess
kost að fá konungsbréf vegna
ófriðar í Norðurálfu og ítrekaði
þá skoðun sína að brýna nauð-
syn bæri til að stemma stigu við
því að konur kæmust upp með
að feðra ekki börn sín.17 Ætla
má að orð hans hafi orðið til-
efni þess að 16. desember 1625
var gefið út konungsbréf um
konur sem ekki vildu feðra
börn sín. Enn var fullyrt að kon-
ur neituðu einkum að feðra
börn sem getin væru í sifja-
spjöllum. Til þess að koma í veg
fyrir slíka glæpi var embættis-
mönnum konungs skipað að
yfirheyra vandlega þær konur
sem neituðu að nefna feður, en
flytja þær til Kaupmannahafnar
til viðeigandi refsingar segðu
þær ekki neitt.18
Kristján konungur fjórði var
að heiman þegar konungsbréf-
ið var gefið út og sonur hans
Kristján skrifaði undir. Fyrir
vikið var bréfið kallað
„prinsins bréf' hér á landi þá
rúmu öld sem það taldist gilda.
Það var lesið upp á alþingi 1626
og fyrst dæmt eftir því árið
1633. Þá ákváðu lögmenn og
lögréttumenn að kona úr Rang-
árvallasýslu sem ekki sagðist
vita liver væri barnsfaðir henn-
ar skyldi flutt til Bessastaða.
Höfuðsmanni var falið að skera
úr um það hvort hún yrði send
utan. Ólafur Lárusson telur að í
þessu tilviki hafi prinsins bréfi
37