Ný saga - 01.01.1989, Side 40

Ný saga - 01.01.1989, Side 40
Már Jónsson verið beitt og konan flutt til refsivistar, en getur ekki ann- arra heimilda en alþingisdóms- ins.19 Reyndar tilfærir hann ekk- ert óyggjandi dæmi um að bréf- inu hafi verið beitt og eins víst er að það hafi aldrei verið gert. Þó segir Björn á Skarðsá að árið 1636 hafi kona verið flutt utan, en ekki er öruggt að mark sé á því takandi. Refsivist var ný- lunda á þessum árum og aug- ljóst er af dómum næstu ár og áratugi að yfirvöldum leist ekk- ert á að leggja í þann kostnað og fyrirhöfn sem því fylgdi að koma konum í skip og flytja þær yfir hafið. Þannig bar Gísli biskup Oddsson það undir starfsbróður sinn Þorlák Skúla- son vorið 1634 hvað hægt væri að gera við konur sem „lýsa öngvan föður að börnum sín- um eða finna ekki þann rétta... Kannski höfuðsmaður og kaup- menn vilji ekki taka þær út nema fyrir peninga, þó yflr- valdsins bréf hljóði þar uppá. En hver vill Ieggja út peninga fyrir þær?“ Þremur árum áður vissi Gísli ekki til þess að nokk- ur kona hefði verið færð til Danmerkur.20 Úrlausn konungs var ekki fysilegur kostur í fátæku landi. Vikið var að prinsins bréfi nokkrum sinnum á alþingi síð- ar á öldinni, en aldrei tekið af skarið og skipað að kona skyldi send úr landi. Á alþingi 1659 var sýslumönnum gert að hýða tvær konur á hverju ári „til þess þær komast fram í Danmörk." Maðurinn sem önnur hafði lýst föður fannst hvergi, en hin kenndi tveimur körlum barnið og báðir synjuðu með eiði. Ára- tug síðar þótti fara best á því að senda tvær konur til Bessastaða fyrir samskonar sakir en láta höfúðsmann um framhaldið.21 Ef að líkum lætur hafa þær aldrei verið fluttar úr landi, ekki frekar en aðrar konur sem prinsins bréf þótti ná yfir, þó ekki sé hægt að sanna það. Heimildir eru engar til og höf- undar annála röktu ekki við- burði í lífi fátækra kvenna nema þær fremdu ódæði sem kostaði þær lífið. MARGBROTINN VANDI í sakeyrisreikninum frá fyrri hluta 17. aldar eru tvö dæmi urn konur sem ekki vildu feðra börn sín. Guðrún Sigurðardótt- ir var rekin frá Austurlandi og sektuð um þrjár merkur árið 1607. Fimmtán árum síðar var Þuríður Þórðardóttir sektuð um fjóra dali og rekin úr Skaftafells- sýslu. Þær virðast því hafa kom- ist upp með að neita. Eins var Guðríður Jónsdóttir dæmd í fjórðungsútlegð „innan þriggja nátta“ að Holti undir Eyjafjöll- um 17. júní 1611. Þremur árum áður hafði sýslumaður spurt á þingi hvort einhver „vissi ekki eða hefði ekki heyrt hana lýsa eða rykti á leika hver faðir væri að hennar barni.“ Því neituðu allir og enginn vissi neitt.23 Sárafáar konur voru það harð- snúnar að þær hreinlega neit- uðu að nefna nöfn. Ein gerðist reyndar svo djörf árið 1624 að kenna barn sitt huldumanni. Björn á Skarðsá segir að hún hafi komið til alþingis, en ekki finnast önnur merki þess. Þjóð- sögur frá 19. öld greina frá við- líka atburðum, ýmist hurfu kon- ur til álfa eða urðu þungaðar af huldumanni.24 Raunsærri kon- ur hlupu frá vandanum, líkt og ónafngreind dóttir Odds Gests- sonar í Miðengi, sem séra Jón Erlendsson lýsti eftir á fundi presta að Ólafsvöllum 13. júní 1634. Hún hafði alið barn þremur árum áður, en „gjörði ekki grein á faðerni barnsins og fór so óafleyst úr sókninni (hvar sem hún er nú niðurkomin)." Eins fór Guðrún Bjarnadóttir frá Dalsmynni í Norðurárdal haustið 1663, án þess að feðra nýfætt barn sitt. Lýst var eftir henni þrívegis á alþingi, að virðist án árangurs: „Meðalkona að hæð, grannvaxin og grann- leit, með niðurmjóa höku og Hún fullyrti að hún hefði aldrei verið við karlmann kennd. Pyntuð til sagna? nokkuð langleit, fölleit, dökk á brýr, jörp á hár, um tvítugs ald- ur eður lítið betur.“25 Aðrar konur lýstu óþekkta menn feður. Dómsmönnum að Ingjaldshóli 28. nóvember 1667 þótti það vera „vont málefni" þegar Þrúður Þorsteinsdóttir bónda í Keflavík undir Jökli, kom fyrir rétt. Hún hafði þá eignast barn og sagðist „getnað fengið hafa af sér ókunnugum manni við Höskuldsá um kvöldtíma þegar hún fór að sækja vatn, og eigi segist hún vita annað sannara íyrir Guði í því efni, og sá sami maður hafi hvorki verið sér skyldur né mægður eða tengd- ur að sinni vitund." Ákveðið var að hýða hana, en stæði hún við sögu sína að því loknu fengi hún lýrittareið til að sanna hana.26 Á alþingi var endrum og sinnum lýst eftir mönnum sem konur sögðust hafa hitt og getið með barn. Oftast urðu þeir at- burðir á víðavangi. Guðrún Ingimundardóttir staðhæfði árið 1685 að þau Jón Snorrason úr Mýrdal hefðu fundist upp með Ölfusá og hann hefði verið hár og grannur. Ekki könnuðust Mýrdælingar við hann. Sama ár lýsti Sólveig Styrkársdóttir Jón Tómasson föður að barni. Hann hafði sagst vera Húnvetningur og átti leið suður í Borgarfjörð. Á alþingi ofbauð mönnum ábyrgðarleysið og þær voru báðar dæmdar til sex vandar- hagga, hvort sem þeim tækist að sanna sögu sína með eiði eða ekki, svo hindra mætti „skaðlegt hneyksli og eftirdæmi er af því tíðum orðsakast kann að þær persónur sig til samræð- is gefa sem hvorugt deili né þekking á öðru veit.“27 Enn ein undakomuleið gat verið að lýsa látinn mann föður, líkt og Guðrún Jónsdóttir á Snældubeinsstöðum í Reyk- holtsdal í ágúst 1675. Hún kenndi „dauðum manni Ólafi Stefánssyni" son sem hún lét skíra Ólaf. Þegar Margrét Þórar- insdóttir vinnukona á Eystri- Steinsmýri í Meðallandi varð 38
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.